Karlar í skúrum og góðir gestir

Formleg opnum aðstöðu verkefnisins KARLAR Í SKÚRUM í Vestmannaeyjum verður í sal dagdvalarinnar á Hraunbúðum í dag, föstudaginn 18. október kl. 14.30. Eyjamenn eru hvattir til að mæta og kynna sér verkefnið. Gestir frá Hafnarfirði og Mosfellsbæ mæta og kynna starfsemina í sínum klúbbum. Örn Ragnarsson formaður félags trérennismiða á Íslandi mætir og segir frá […]

Skjöldur – Tímamót – Ráðstefna aðeins fyrir karla

Næstkomandi laugardag, 19. október verður haldin í fyrsta sinn karlaráðstefnan Skjöldur á vegum Visku – fræðslu og símenntunarmiðstöðvar Vestmannaeyja. Þátttaka fór fram úr björtustu vonum en karlmenn bæði í Vestmannaeyjum og fastalandinu tóku vel við sér og mæta. Formleg dagskrá hefst klukkan 13:00 og stendur fram á kvöld. Ráðstefnan verður haldin í Sagnheimum með erindum […]

Kraginn – Vilhjálmur Bjarnason vill  2. – 4. sæti

Vilhjálmur Bjarnason, fyrrum alþingismaður og bankastjóri í Vestmannaeyjum býður sig fram í 2. – 4. sæti í Suðvestur kjördæmi í alþingiskosningum þann 30. nóvember 2024. Þetta kemur fram á Fésbókarsíðu Vilhjálms. Hann telur rétt og eðlilegt að lífeyrisþegar eigi fulltrúa á Alþingi og það sé rétt og eðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn leggi til þann fulltrúa. Í […]

Nýtt blað – Mannabreytingar – Breytt og öflugri útgáfa

Eyjafréttir munu berast áskrifendum í dag auk þess að vera til sölu í Tvistinum og á Kletti. Að venju er blaðið stútfullt af áhugaverðu efni. Meðal annars er úttekt á Laxey sem þegar er orðin stærsta verkefni í sögu Vestmannaeyja og er langt í frá lokið. Nýtt skip Ísfélagsins, Sigurbjörg ÁR er mikið tækniundur þar sem […]

Flokkur fólksins þarf að komast í ríkisstjórn

„Mér finnst staðan í pólitíkinni ótrúlega spennandi. Við erum loksins laus við þessa ríkisstjórn sem hefur nákvæmlega ekkert gert til að verja heimili og minni fyrirtæki landsins fyrir því gengdarlausa vaxtaokri sem á þeim hefur dunið, heldur tók einfaldlega meðvitaða ákvörðun um að fórna þeim sem mest skulda og minnst eiga á altari bankanna,“ segir […]

Ekki til neins að halda samstarfinu áfram

„Ég get ekki sagt það. Ályktun frá Landsfundi VG um stjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokkinn og óvarlegar yfirlýsingar nýkjörins formanns VG um samstarfið voru vendipunktur. Þegar stjórnarsamstarfið var endurnýjað eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur var sameinast um mikilvæg mál eins og efnahagsmál, orkumál og útlendingamál. Það kom síðan í ljós að VG ætlaði sér ekki að standa við […]

Jákvætt að hafa raunverulegt pólitískt val

„Staðan í stjórnmálunum í dag er jákvæð að mörgu leiti.  Það er jákvætt að þjóðin hafi fengið valdið til sín og fái að kjósa um hvernig við högum okkar málum næsta kjörtímabilið,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi um stöðuna. „Miklir umrótatímar hafa verið á Íslandi um langt skeið. Fyrst eftirmálar banka hrunsins þar […]

Valdið liggur nú hjá kjósendum

„Staðan í íslenskum stjórnmálum er snúin og hefur verið það um dágóða hríð. Það hefur engum dulist að ríkisstjórnarsamstarfið hefur gengið brösuglega og stjórnarflokkarnir ekki náð saman um mikilvæg mál sem brenna á íslensku samfélagi. Það er fáheyrt að einn ríkisstjórnarflokkur álykti á landsfundi sínum um væntanleg endalok ríkisstjórnarinnar auk þess sem sami flokkur hafði […]

Ókláruð mál vegna uppgjafar leiðtoga samstarfsflokka

„Í öllum krísum felast vissulega tækifæri. En það að henda frá sér handklæðinu og gefast upp þegar við erum að verða komin á góðan stað í efnahagsmálunum og mörg brýn verkefni bíða afgreiðslu, er ekki í anda okkar í Framsókn,“ segir Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, þingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi um snúna stöðu í stjórnmálunum. „Framsókn hefur […]

Íris bæjarstjóri ekki á leið í landsmálin

„Það hefur talsvert verið skrafað um það á opinberum vettvangi síðustu vikurnar hvort að ég sé á leið inn í landsmálin og það hefur færst í aukana nú þegar ljóst er að Alþingiskosningar standa fyrir dyrum,“ segir Íris Róbertsdóttir á Fésbókarsíðu þar sem hún segist ekki vera á leið í landsmálapólitíkina. „Ég er þakklát fyrir […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.