Fjölmenn göngumessa í frábæru veðri

Göngumessa er orðin fastur liður á Goslokahátíð. Var hún vel sótt að þessu sinni enda skörtuðu Eyjarnar sínu fegursta. Gengið var frá Landakirkju í gíg Eldfells. Þar var helgistund sem sér Viðar Stefánsson stýrði. Að henni lokinni var gengið að Stafkirkjunni á Skansinum þar sem heit súpa og kaffi beið göngugarpanna. Þess má geta að […]
Tónlist og spjall á Vigtartorgi

Nú má segja að Goslokahátíð eigi sér loks samastað, Vigartorgið er orðið bæjarprýði og þar fóru allir stærstu viðburðir hátíðarinnar fram. Þar var margt um manninn á laugardagskvöldið og fólk skemmti sér við hressilega tónlist og að hitta mann og annan. Það er einmitt það sem goslokahátíðin er, eitt stórt ættarmót þar sem hresst er […]
Árna Johnsen minnst á Goslokahátíðinni

Minningartónleikar um Árna Johnsen, söngvaskáld, blaðamann og fyrrverandi alþingismann, voru haldnir á Vigtartorgi á laugardagskvöldi goslokahátíðar, 6. júlí. Hópur valinkunnra tónlistarmanna minntist þar Árna í tali og söng. Flutt voru lög sem gjarnan voru á efnisskrá Árna þegar hann skemmti á mannamótum eða stýrði brekkusöng á Þjóðhátíð. Veðrið var eins og það verður fallegast á […]
Tímamót – Stórafmæli og ráðstefna

Á morgun, sunnudag minnast Eyjafréttir og Eyjar.net merkra tímamóta, annars vegar 50 ára afmælis Eyjafrétta og tíu ára afmælis Eyjar.net og hins vegar opnun sameiginlegrar fréttasíðu, eyjafrettir/eyjar.net. Hefst með móttöku í Þekkingarsetri Vestmannaeyja kl. 13.00 á morgun, sunnudag og í kjölfar hennar er ráðstefna um stöðu héraðsfréttamiðla og er Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra […]
Eyjar eru Ísland á sterum

Á tímamótum eins og þessum er eðlilegt að líta yfir farinn veg og horfa til framtíðar. Eyjafréttir er miðill sem staðið hefur af sér stórsjó og áföll sem og fengið að blómstra og átt sitt blómaskeið. Það má samt segja að miðillinn hefði aldrei náð 50 ára aldri öðruvísi en að vera með Vestmannaeyjar þetta […]
Sjómenn úti í kuldanum hjá RÚV

„Í dag kynnti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra áætlun um að öll þéttbýlissvæði skyldu ljósleiðaravædd. Hún gleymir nú nokkrum þeirra. Nefnilega öllum skipum á Íslandi. Í gær hætti RUV, sjónvarp og útvarp allra landsmanna, að senda efni sitt gegnum gervihnött. Eina efnið sem sjómenn ná ef þeir eru utan við 12 mílur er langbylgju sending á 189khz […]
Rauðátan – Rannsóknarleiðangur lofar góðu

„Þarna erum við að sjá drauminn rætast eftir fjögurra ára þrotlausa vinnu. Auðvitað fylgdi því stress áður en við lögðum af stað, en árangur túrsins var langt umfram væntingar,“ segir Hörður Baldvinsson, framkvæmdastjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja um rauðátuleiðangur á rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni HF 30 í maí sl. „Hann stóð í 3 daga og við höfum sýnt […]
Sjómannskonur hafa orðið – Allt miklu fjölskylduvænna í dag

Eyjafréttir ræddu við nokkrar konur sjómanna í síðasta blaði og er Jónína Björk Hjörleifsdóttir (Jóný) ein þeirra. Aldur? Þarf ég að segja hann? Júbb, fædd á því herrans ári 1966 og því 58 ára gömul. Atvinna þín? Í dag vinn ég í Þekkingarsetrinu og skrifast ræstitæknir með meiru. Fjölskylda? Ég er gift Bergi Guðnasyni og eigum […]
Einstakir tónleikar til styrktar Grindvíkingum í kvöld

Bjarni Ólafur tónleikarahaldari er Eyjamaðurinn: Tónleikarnir Aftur Heim verða haldnir í kvöld, föstudagskvöldið 3. maí í Höllinni. Tónleikarnir eru haldnir til styrktar Grindvíkingum en söfnunin er unnin í samráði við Grindavíkurbæ. Allir listamenn og aðstandendur gefa vinnu sína og því rennur miðaverð óskipt í söfnunina. Það er einvala lið tónlistarmanna sem kemur fram, má þar […]
Bjarni Ólafur sýnir í Gallerí Fold

Eyjamaðurinn Bjarni Ólafur Magnússon opnar sýninguna, Þá og þar í Gallerí Fold á morgun, laugardaginn 4. maí. Er þetta fyrsta einkasýning Bjarna Ólafs í Gallerí Fold. Á sýningunni eru bæði olíuverk og teikningar byggðar á landslagi, raunverulegu eða ekki, endurminningum og órum. Bjarni Ólafur er fæddur og alinn upp í Vestmannaeyjum. Hann lauk stúdentsprófi frá […]