Vestmannaeyjabær slapp fyrir horn

Í sumarleyfi bæjarstjórnar samþykkti bæjarráð á fundi sínum þann 26. ágúst sl. samhljóða að ganga að kauptilboði Mílu hf. á Eygló ehf. Er málið því að fullu afgreitt af hálfu ráðsins. Öllum bæjarfulltrúum var boðið að sitja fundinn og taka þátt í umræðum um málið. Lýstu þeir allir fullum stuðningi við niðurstöðuna. Salan á Eygló […]

Eyjafréttir í dag – Stútfullt blað af flottu efni

Nýjasta tölublað Eyjafrétta kemur út í dag og er fjölbreytt að efni að venju. Meginstefið er sjávarútvegur í Vestmannaeyjum í sinni víðustu mynd og þjónustan við hann. Tilefnið er Sjávarútvegssýningin í Smáranum í Kópavogi sem opnuð verður í dag. Þar verða Eyjafréttir sýnilegar og kynna það sem Vestmannaeyjar hafa upp á bjóða í veiðum, vinnslu […]

Þórhallur bauð upp á einlæga stund í Einarsstofu

Þórhallur Helgi Barðason er ekki maður einhamur, syngur, kennir söng, yrkir,  gefur út ljóðabækur,  stjórnar kórum og nær að hrífa fólk með einlægum upplestri úr kvæðum sínum. Allt fékk þetta að njóta sín á yndisstund á fimmtudagskvöldið í Einarsstofu. Aðalstefið var upplestur á ljóðum Þórhalls við undirleik hljómsveitar Þóris Ólafsson. Sjálfur tók Þórhallur lagið og […]

Kjötsúpukvöld Karlakórs Vestmannaeyja á morgun

Karlakór Vestmannaeyja býður alla karlmenn velkomna í kjötsúpuveislu í Akógessalnum annaðkvöld, miðvikudag 18. september klukkan 20:00. Kjötsúpukvöld KKVE er kjörið tækifærið til að kynna sér starf kórsins og ganga til liðs við einn skemmtilegasta félagsskap sem hugsast getur. Við viljum endilega sjá sem flest ný andlit og hvetjum við karlmenn á öllum aldri til að láta […]

Gert ráð fyrir 110 íbúðum á malarvelli og Löngulág

Gert er ráð fyrir sex til tíu deilda leikskóla á svæðinu – Ekki fyrstu tillögurnar  Á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku var lagt fram til auglýsingar tillaga að breyttu aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015 til 2035. Er það vegna breyttra marka landnotkunarreita og skilmála við Malarvöll og Löngulág. Málið var kynnt á vinnslustigi og bárust engar efnislegar […]

Þrettán ára sigurvegari í pílu

Vestmannaeyjar Open pílumótinu sem hófst á föstudaginn lauk í gær með æsispennandi keppni. Parakeppnin var á föstudaginn en í gær var einstaklingskeppnin. Kári Vagn Birkisson, 13 ára stóð uppi sem sigurvegari. Vann landsliðsþjálfarann, Pétur Rúðrik Guðmundsson í úrslitaleiknum. Kári Vagn er mjög efnilegur píluspilari og náði níu pílna legg fyrir ekki svo löngu síðan sem […]

Markakóngur og vill vera áfram í Eyjum

„Þrátt fyrir að við unnum ekki leikinn þá er þetta bara geðveik tilfinning,” segir Oliver Heiðarsson, leikmaður ÍBV eftir 1:1 jaftnefli gegn Leikni í lokaumferð Lengjudeildarinnar við Fótbolta.net eftir leikinn í gær. Oliver endaði sem markakóngur Lengjudeildarinnar með 14 mörk. „Bara mjög sáttur. Ég ætlaði mér að verða markahæstur og hefði getað skorað aðeins fleiri, en […]

Áfram ÍBV – Förum alla leið

Það er mikilvægur leikur framundan hjá ÍBV karla í Lengjudeildinni þegar þeir mæta Leikni á útivelli á núna klukkan 14.00. ÍBV er í efsta sæti deildarinnar með 38 stig en á hæla þeirra kemur Fjölnir með stigi minna. Sigur Eyjamanna tryggir þeim sæti í Bestu deildinni að ári. Ef ekki, er framundan fjögurra liða umspil. […]

Mikil spenna á pílumótinu í Íþróttamiðstöðinni

Mikið stuð var í Íþróttamiðstöðinni í gærkvöldi þar sem Vestmannaeyjar Open pílumótið fer fram. Keppt var í tvímenningi, samtals 42 í 21 liði. Er rúmlega helmingurinn ofan af landi. Skipt var í riðla og að lokinni riðlakeppninni var útsláttarkeppni. Mikil spenna var í lokin en í hópnum eru margir af okkar bestu píluspilurum. M.a. var […]

Þjóðlendukröfur fáránleikans enn í gangi

2vestmannaeyjar

Á síðasta fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja kom fram að lögfræðingar, sem fara með mál Vestmannaeyjabæjar er varðar kröfur ríkisins um þjóðlendur í Vestmannaeyjum hafi í sumar sent fjármálaráðherra bréf með ósk um afturköllun kröfulýsingar til óbyggðanefndar. „Eins og rakið var í bréfinu telst krafan byggð á misskilningi um að Vestmannaeyjar hafi verið utan landnáms sem og […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.