Skipuleggjum til framtíðar

Ekki hefur farið framhjá neinum sú mikla og fjölbreytta uppbygging sem hefur verið í Vestmannaeyjum undanfarin ár. Slík uppbygging hefur jákvæð áhrif á allt samfélagið og á sama tíma er það áskorun fyrir sveitarfélagið að hafa fjölbreytt framboð af lóðum. Í dag eru einungis 16 einbýlishúsalóðir lausar en engar lóðir fyrir fjölbýlishús, atvinnuhúsnæði né fyrir […]
Herjólfur – Átta ferðir á dag í júlí og fram í ágúst

Megin tilgangur og markmið með rekstir Herjólfs ohf. er að bæta þjónustu við viðskiptavini félagsins og ekki síst samfélagið sjálft. Því hefur verið tekin ákvörðun um að bæta við áttundu ferðinni í siglingaráætlun skipsins á tímabilinu 1. júlí – 11. ágúst 2024. Með öflugri markaðssetningu og aukningu ferða hefur farþegum og bílum fjölgað mikið á […]
Hanna fullkominn búnað í nýtt skip VSV

Slippurinn Akureyri sem framleiðir vinnslubúnað undir merkjum DNG by Slippurinn hefur gert hönnunarsamning við Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum og verkfræðistofuna Skipasýn. Samningurinn felst í því að Skipasýn, sem fer með hönnun 29 metra togskips fyrir Vinnslustöðina, hannar lest skipsins á þann hátt að hægt sé að koma fyrir 250-280 kera sjálfvirku flutningskerfi frá DNG by Slippurinn. […]
Mikið plokkað í góða veðrinu

Stóri plokkdagurinn var í gær og tóku margir til hendinni. Nýttu góða veðrið til útivistar um leið og plokkað var vítt og breitt um Heimaey. Byrjað var á Stakkó þar sem bærinn úthlutaði pokum og plokktöngum. Þaðan lagði fólk land undir fót, mamma, pabbi, amma, afi, og krakkarnir sameinuðust um að gera Heimaey enn fallegri. […]
Hljómey er frábær viðburður og kominn til að vera!

„Til hamingju Guðmundur Jóhann og Birgir Nielsen með tónlistarhátíðina ykkar. Þetta er geggjað frumkvæði sem gleður svo marga!“ segir Íris Róbersdóttir, bæjarstjóri á Facebooksíðu sinni. Er þarna að hæla Hljómey, stórkostlegum tónleikum sem haldnir voru í annað skiptið í gærkvöldi. „Uppselt strax í febrúar og mikið var gaman. Þið, frábærir listamenn og húseigendur sem buðu […]
Einstakur árangur ÍBV – 100 titlar á 28 árum

Það blæs ekki byrlega fyrir ÍBV þessa dagana, karlarnir í handboltanum hafa tapað tveimur leikjum í fjögurra liða úrslitunum gegn FH og konurnar töpuðu stórt í öðrum leiknum gegn Val í fjögurra liða úrslitunum í gær. Það var högg þegar ÍBV féll úr leik í bikarnum gegn Grindavík á sumardaginn fyrsta. Leikurinn frábær skemmtun en […]
Addi í London kveður og þakkar fyrir sig

„Ég varð sjötugur 21. janúar og tilbúinn að hætta um það leyti en Sindri Víðars samdi við mig um að vera eitthvað lengur og bæta loðnuvertíðinni 2024 við starfsferilinn. Loðnan sveik okkur og þjóðina alla en ég vann áfram eins og ekkert hefði í skorist. Hannes [Kristinn Sigurðsson] innkaupastjóri VSV brá sér svo af bæ […]
Hljómey lætur hljóma í kvöld

Í kvöld verður hin stórglæsilega tónlistarhátíð, Hljómey í Vestmannaeyjum haldiní annað sinn. Setning er klukkan 16.00 í Landbankanum en í kvöld taka við tónleika frábærrs listafólks vítt og breitt um bæinn. Hátíðin er óhagnaðardrifið samfélagsverkefni sem unnið er í samvinnu við Vestmannaeyjabæ, Herjólf, The Brothers Brewery, Hótel Vestmannaeyjar, Partyland og Westman Islands Inn. Þá taka […]
MATVÆLARÁÐHERRA HEILSAR UPP Á VSV-FÓLK Í BARCELONA

Nýbakaður matvælaráðherra ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, birtist í sýningarbási Vinnslustöðvarinnar á sjávarútvegssýningunni miklu í Barcelona og tók fólk tali. Á forsíðumyndinni eru með henni Albert Erluson, framkvæmdastjóri Hólmaskers í Hafnarfirði til vinstri, og Björn Matthíasson, rekstrarstjóri VSV Seafood Iceland ehf. Björn segir að sölu- og markaðsfólk VSV í öllum heimshornum hafi verið á […]
Jóhann Bjarnason, 56 módel minning

Jói Bjarna talaði hátt. Hann var hávær, sló um sig og hló mikið og brosti, pírði augun í dökkri umgjörðinni. Hann var aðlaðandi maður, brosmildur, svarthærður og dökkur. Við urðum nágrannar sjö ára gamlir, Jói bjó á Heimagötu 30, ég á Grænuhlíð 18, bekkjafélagar og vinir. Við erum hluti af 56 módelinu sem er samanhnýttur […]