ÍBV mætir Keflavík í kvöld

Heil umferð verður leikin í Lengjudeild kvenna í kvöld. Í fyrsta leik kvöldsins mætast Keflavík og ÍBV í Keflavík. ÍBV með góða forystu á toppi deildarinnar. Eru með 37 stig, 6 stigum meira en HK sem situr í öðru sæti þegar fjórar umferðir eru eftir af deildinni. Leikurinn hefst klukkan 18.00. Leikir dagsins: (meira…)
Góður túr hjá Breka — áhersla á karfa og ufsa

Ísfisktogarinn Breki VE kom að landi síðdegis í dag eftir fyrsta túrinn að loknu sumarfríi áhafnarinnar. Aflabrögð voru góð og var uppistaðan aflans djúpkarfi, ufsi og gullkarfi. „Túrinn gekk mjög vel,“ segir Bergur Guðnason skipstjóri, sem stýrði Breka í þessari veiðiferð. „Þetta var fyrsti túrinn eftir sjö vikna sumarfrí, en áhöfnin var fljót að detta […]
Á ferð með fuglafræðingum í Elliðaey

Í morgun ferjaði Guðjón Þórarinn Jónsson frá Látrum þrjá fuglafræðinga út í Elliðaey. Halldór B. Halldórsson slóst í för með hópnum og setti í kjölfarið saman þetta skemmtilega myndband frá ferðinni. (meira…)
Innviðir Eyglóar seldir á 705 milljónir

Eitt mál var á dagskrá fundar bæjarráðs Vestmannaeyja í gær. Þar var fjallað um Eygló, eignarhaldsfélag um ljósleiðaravæðingu í Vestmannaeyjum og sölu innviða úr félaginu. Fjarskiptainnviðir Eyglóar voru auglýstir til sölu á vef Vestmannaeyjabæjar þann 10. júní sl. og í framhaldi í öðrum miðlum. Frestur til að skila inn tilboðum rann út á hádegi föstudaginn […]
Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýhug

(meira…)
Eyjarnar landa í Eyjum

Vestmannaey VE landaði í heimahöfn í Vestmannaeyjum í gær. Um fullfermi var að ræða og var aflinn mest ýsa og þorskur ásamt dálitlu af ufsa. Rætt er við Birgi Þór Sverrisson skipstjóra á heimasíðu Síldarvinnslunnar . Þar er hann spurður hvort hann sé ekki ánægður með túrinn. „Jú, það er vart hægt að vera annað. […]
Styrkleikarnir á myndbandi

Um liðna helgi var haldin hátíð í Herjólfsdal undir nafninu Styrkleikarnir. Halldór B. Halldórsson tók Styrkleikana upp og setti saman þetta skemmtilega myndband frá leikunum. Sjón er sögu ríkari! (meira…)
Stelpurnar mæta KR í dag

Í dag lýkur 14. umferð Lengjudeildar kvenna þegar ÍBV heimsækir KR. ÍBV hefur leitt deildina núna um allnokkurt skeið og verður ekki breyting á því í dag. Eyjaliðið er með 34 stig á toppnum. KR er hins vegar í fimmta sætinu með 22 stig. Leikurinn á Meistaravöllum hefst klukkan 18.00. (meira…)
ÍBV mætir KA norðan heiða

Í dag verða fjórir leikir háðir í 18. umferð Bestudeildar karla. Á Akureyri tekur KA á móti ÍBV. Bæði lið í neðri hluta deildarinnar. Eyjamenn í sjöunda sæti með 21 stig en KA í tíunda sæti með 19 stig. Flautað verður til leiks klukkan 16.30 á Greifavellinum í dag. Leikir dagsins: (meira…)
Styrkleikarnir byrjaðir í Herjólfsdal

Styrkleikarnir eru byrjaðir í blíðskaparveðri í Herjólfsdal. Barna og fjölskylduskemmtun er klukkan 15.00 og ljósaskemmtun kl. 21.00 í kvöld. Allir eru hvattir til að mæta. Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari Eyjafrétta leit við í dalnum í morgun þegar verið var að undirbúa leikana. (meira…)