Siglt aftur til Landeyjahafnar

Hebbi_sjo_IMG_4978

Herjólfur stefnir á að sigla til Landeyjahafnar seinnipartinn í dag. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 17:00, 19:30, 22:00. Brottför frá Landeyjahöfn kl. 18:15, 20:45, 23:15. Ef gera þarf breytingu á áætlun, þá gefum við það út um leið og það liggur fyrir, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu […]

Frá Manchester á Matey

„Við erum spennt að fá hina hæfileikaríka matreiðslukonu Rosie May Maguire á veitingastaðinn Slippinn á Matey sjávarréttahátíðina í Eyjum.“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum hátíðarinnar. Þar segir jafnframt að ferðalag Rosie í gegnum matreiðsluheiminn hafi einkennst af ástríðu hennar, forvitni og hollustu við handverkið. Hún er með BA gráðu í matreiðslulist frá háskólanum í Derby […]

Herjólfur til Þorlákshafnar

nyi_herj

Því miður gat Herjólfur ekki sigt til Landeyjahafnar kl. 17:00 og tók stefnuna til Þorlákshafnar. Brottför frá Þorlákshöfn er kl. 20:45 í kvöld. Þeir farþegar sem áttu bókað færast sjálfkrafa milli hafna, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þeir farþegar sem ætla sér að nýta gistirými ferjunnar eru minntir á að þeir þurfa að koma […]

VSV: Framkvæmdir í fullum gangi

Vsv Framkv 310824 2

Framkvæmdir ganga vel við byggingu hússins á Vinnslustöðvar-reitnum. Alls verður nýbyggingin um 5.600 fermetrar, sem í verður saltfiskvinnsla á neðri hæð og innvigtun uppsjávarafla á efri hæð. Hér að neðan má sjá nýtt myndband frá framkvæmdunum. Nánar má lesa um framkvæmdirnar hér. (meira…)

ÍBV fær ÍA í heimsókn

Eyja_3L2A2658

Næst síðasta umferð Lengjufeildar kvenna klárast í dag er leiknir verða fjóriri leikir. Í Eyjum tekur ÍBV á móti ÍA. Eyjaliðið í fjórða sæti með 25 stig en ÍA er í því sjötta með 23 stig. ÍA hafði betur í fyrri leik liðana, 3-1 á Skaganum. Flautað er til leiks klukkan 14.00 á Hásteinsvelli í […]

Tap í Keflavík

Eyja ÍBV ÍR 3L2A5553

Eyjamenn töpuðu dýrmætum stigum í toppbaráttunni í Lengjudeildinni í kvöld er liðið sótti Keflavík heim. Mörk ÍBV gerðu Hermann Þór Ragnarsson en hann jafnaði metin áður en Keflavík komst í 3-1. Bjarki Björn Gunnarsson minnkaði svo muninn þegar tæpar tíu mínútur voru eftir. Lokatölur 3-2. ÍBV er enn efst þrátt fyrir tap með 35 stig, […]

Gular viðvaranir allvíða

Gul Vidv 300824

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir í flestum landshlutum. M.a á Suðurlandi vegna mikillar rigningar og tekur hún gildi þar 31 ágú. kl. 09:00 og gildir til 1 sep. kl. 06:00 Í viðvörunarorðum fyrir Suðurland segir: Talsverð eða mikil rigning. Búast má við auknu afrennsi og vatnavöxtum í ám og lækjum sem eykur hættu […]

Ísfélagið hagnaðist um 200 milljónir á öðrum ársfjórðungi

Stefan Fridriks Tms 1223 Cr IMG 4182

Ísfélagið hagnaðist um 1,4 milljónir dala eða um 200 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur fram í uppgjöri félagsins sem birt var í dag. Hagnaður Ísfélagsins á fyrstu sex mánuðum ársins nam 280 þúsund dölum eða tæpar 39 milljónir króna, en tap varð af rekstrinum á fyrsta ársfjórðungi. Til samanburðar hagnaðist félagið um 17,9 […]

Eimskip og handknattleiksdeild ÍBV í samstarf

Eimskip Ibv Ibvsp

Eimskip og handknattleiksdeild ÍBV hafa undirritað samstarfssamning um að Eimskip verði aðalstyrktaraðili ÍBV næstu tvö keppnistímabil. Frá þessu er greint í tilkynningu á vefsíðu íþróttafélagsins. Sigursveinn Þórðarson, svæðisstjóri Eimskips í Vestmannaeyjum, undirritaði samninginn fyrir hönd fyrirtækisins og sagði við þetta tilefni: „Íþróttalífið í Vestmannaeyjum hefur alla tíð verið metnaðarfullt og haft mikið forvarnargildi fyrir samfélagið […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.