Aðstoðuðu skútu til hafnar

Laust fyrir klukkan níu í kvöld kallaði áhöfn skútunnar Venatura eftir aðstoð Lóðsins í Vestmannaeyjum. Venatura er skráður skemmtibátur samkvæmt vefnum Marine Traffic og siglir undir fána Bretlands. Skútan var stödd skammt norður af Heimaey þegar aðstoðarbeiðnin barst. Lóðsinn kom svo með skútuna í togi til Vestmannaeyja á ellefta tímanum í kvöld, og tók Óskar […]
Góður afli á Örvæntingu

Vestmannaeyjaskipin, Bergur VE og Vestmannaey VE, lönduðu bæði fullfermi í Neskaupstað í gær. Aflinn var mest þorskur en einnig töluvert af ufsa og dálítið af ýsu. Rætt er við skipstjórana á vefsíðu Síldarvinnslunnar í dag. Þar eru þeir spurðir hvernig túrinn hefði gengið fyrir sig. Jón Valgeirsson á Bergi sagði að þeir hefðu hafið veiðar […]
Stuðningsmaður ÍBV með 13 rétta

Íslenskir tipparar byrja vel í getraunum nú þegar enski boltinn er kominn á fullt. Síðastliðinn laugardag voru fimm tipparar með 13 rétta og fær hver í sinn hlut vinning allt frá 700 þúsund krónum og upp í rúmar 900 þúsund krónur. Tippararnir styðja meðal annars við bakið á FH, ÍBV, Austra og Golfklúbb Vatnsleysustrandar, að […]
Lexusbílar vinsælir í Vestmannaeyjum

„Lexus bílar hafa notið vinsælda í Vestmannaeyjum frá því þeir komu á markað hér á landi árið 2000. Við leggjum okkur fram um að standast allar þær kröfur sem eigendur Lexus eiga rétt á. Þetta kann Eyjafólk að meta þannig að sambandið er gott,“ segir Elías Þór Grönvold, sölustjóri Lexus á Íslandi og bendir á […]
Ábendingar til pysjubjörgunarmanna

Nú stendur pysjutíminn sem hæst og margir að hjálpa pysjum aftur út á sjó. Í tilkynningu á Facebook-síðu Sea Life Trust segir að það hafi verið mikið um það að þangað hafi verið komið með slasaðar og illa hirtar pysjur vegna rangrar meðferðar. Starfsmenn Sea Life vilja því árétta nokkrar grunnreglur sem nauðsynlegt er að […]
Héldu sig við bílana eins og pabbinn

Adólf Sigurjónsson bifreiðastjóri, Addi var einn litríkra bílstjóra á Bifreiðastöðinni sem á síðustu öld var ein af stoðum bæjarfélagsins. Kona hans var Herdís Tegeder og áttu þau drengina Sigurjón Hinrik, Gunnar Darra og Jón Steinar. Allir bifvélavirkjar og héldu sig við bílana sem þeir ólust upp við. Í næsta blaði Eyjafrétta sem kemur út á morgun verður […]
„Fagmennska í fjölmiðlun er lykilatriði“

Tímamót urðu í Háskóla Íslands fyrr í vikunni, þegar kenndur var fyrsti tíminn í nýju BA-námi í blaðamennsku við stjórnmálafræðideild skólans. Fleiri umsóknir bárust um námið en unnt var að samþykkja og eru nú um tuttugu nemendur skráðir. Nemendur munu meðal annars sinna starfsnámi við fjölmiðla landsins á námstímanum, ásamt því að sitja námskeið sem […]
Bónus-vinningur til Eyja

Ljónheppinn miðaeigandi var einn með allar tölur réttar í Lottó útdrætti kvöldsins og fær hann rúmar 78 milljónir króna í vinning. Miðinn góði var keyptur í Lottó appinu. Þá voru þrír með bónusvinninginn og fær hver þeirra rúmlega 352 þúsund krónur í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir í Bensínsölunni Kletti í Vestmannaeyjum, Gullnesti, Gylfaflöt 1-3 […]
Svipast um suður á eyju

Í dag skoðum við okkur um með Halldóri B. Halldórssyni. Hann fer með okkur um sunnanverða Heimaey. Sjón er sögu ríkari! (meira…)
ÍBV og Afturelding mætast í Eyjum

Nítjánda umferð Lengjudeildar karla klárast í dag með fjórum leikjum. Í Vestmannaeyjum tekur ÍBV á móti Aftureldingu. Eyjaliðið verið á góðri siglingu undanfarið og eru á toppi deildarinnar með 35 stig. Stigi meira en Fjölnir sem hefur leikið leik meira, en efsta lið deildarinnar fer beint upp á meðan liðin í öðru til fimmta sæti […]