ÍBV fær línumann frá Kósovó

Yllka_ibv_cr

Kosovoski línumaðurinn Yllka Shatri hefur samið við handknattleiksdeild ÍBV. Í tilkynningu frá félaginu segir að Yllka komi til ÍBV frá KHF Istogu í Kósovó, sem urðu meistarar þar í ár. Yllka er 23 ára, 180 cm á hæð og kraftmikill línumaður. forsvarsmenn deildarinnar binda miklar vonir við Yllku og hlakkr til að sjá hana á […]

Styrkja uppbyggingu gönguleiðar á Heimaklett

IMG_0977

Haustið 2023 sótti Vestmannaeyjabær um styrki fyrir uppbyggingu gönguleiða til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Fram kemur í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja að fyrir liggi ákvörðun sjóðsins um styrk vegna uppbyggingar og lagfæringar gönguleiðar á Heimaklett um 11.180.000 kr. Fram kemur í bréfi Ferðamálastofu til Vestmannaeyjabæjar að styrkurinn sé veittur í nauðsynlegar endurbætur á gönguleiðinni upp á […]

Biðja ökumenn að aka varlega

logreglanIMG_2384

Á morgun hefst TM mótið hér í Eyjum en um er að ræða stórt knattspyrnumót fyrir 5.flokk kvenna og eru rúmlega 1000 þátttakendur. Mikill fjöldi verður því í bænum og biður lögreglan í Vestmannaeyjum ökumenn um að taka tillit til þess og aka varlega. Á facebook-síðu lögreglunnar er ökumönnum bent á að bannað er að […]

Víxla leikjum vegna veðurs

IBV_fanar-11.jpg

Knattspyrnudeild ÍBV sendi út tilkynningu síðdegis í dag þess efnis að ákveðið hafi verið að færa leik ÍBV og Gróttu sem til stóð að spila á Hásteinsvelli á fimmtudag. Ástæðan er að slæm veðurspá er fyrir Vestmannaeyjar á fimmtudag. Leikurinn fer því fram á Vivaldivellinum klukkan 17:30 á fimmtudag, en þess má geta að hann […]

Elmar verðlaunaður

Elmar_DSC_0255

Lokahóf HSÍ fór fram í hádeginu í dag en þar voru veitt verðlaun til þeirra sem þótt hafa skarað fram úr með sinni frammistöðu á keppnistímabilinu. Þjálfarar og leikmenn liða í deildunum kusu að lokinni deildarkeppni. Þar var Elmar Erlingsson, leikmaður ÍBV útnefndur besti sóknarmaðurinn og efnilegsti leikmaður Olís deildar karla. Þjálfarar og leikmenn liða […]

Þau yngstu fá nýjan leikvöll

ungbarnaleikv_vestm_is

Þessa dagana er unnið að gerð ungbarnaleikvallar á Stakkagerðistúni. Í frétt á vef Vestmannaeyjabæjar segir að vonast sé til að hann verði tilbúinn fyrir 17. júní. Leikvöllurinn er nú þegar orðinn ansi vinsæll hjá yngri kynslóðinni þrátt fyrir að enn sé verið að vinna við að koma honum niður. Leiktækin henta yngri börnum vel og […]

Kristófer Ísak til liðs við ÍBV

kristo_ibv_fb_cr

Kristófer Ísak hefur skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild ÍBV. Þetta kemur fram í tilkynningu á facebook-síðu handknattleiksdeildar. Þar segir ennfremur að Kristófer Ísak komi til ÍBV frá HK. Hann hefur spilað með yngri landsliðum Íslands og er gríðarlega efnileg skytta. „Við hlökkum mikið til að vinna með honum næstu árin og bjóðum Kristófer […]

ÍBV og Icewear í samstarf

Ellert_icew_ads_cr

Icewear verður einn af aðalstyrktaraðilum Þjóðhátíðar árin 2024 og 2025 og framleiðir fatnað og annan varning sem er sérmerktur hátíðinni og verður seldur í Dalnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÍBV og Icewear. „Við erum mjög spennt fyrir þessu samstarfi og ég er viss um að vörurnar frá þessu rótgróna íslenska fyrirtæki eiga eftir […]

Frábrugðið öllu öðru

Gilli01

Gísli Valur Gíslason, skipstjóri og stýrimaður hefur víðtæka reynslu af sjómennsku. Hann kláraði Stýrimannaskólann árið 2010 og hefur síðan siglt um heimsins höf. Hann byrjaði sjómannsferilinn með afa sínum á Björgu VE sem krakki og fór svo fyrsta túrinn á Vestmannaey VE. Var á flutningaskipum Eimskips,  skipstjóri á Herjólfi og er nú hafnsögumaður hjá Vestmannaeyjahöfn […]

Íbúafundur í dag

RENDER FJOLBYLI - minni

Í dag verður íbúafundur um fyrirhugaða uppbyggingu á malarvellinum í Löngulág. Á dögunum var auglýst tillaga á vinnslustigi að breytingu aðalskipulags Vestmannaeyja 2015-2035 og nýtt deiliskipulag fyrir íbúðabyggð og leikskóla við Malarvöll. Tillagan gerir ráð fyrir allt að 110 íbúðum í blandaðri byggð einbýlishúsa, raðhúsa, lítilla fjölbýla og stærri fjölbýlishúsa með lyftu. Gert er ráð fyrir […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.