Herjólfur siglir til Landeyjahafnar á ný

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar í dag og þar til annað verður tilkynnt skv. áætlun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Brottför er frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 09:30, 12:00, 14:30,17:00,19:30,22:00. Brottför frá Landeyjahöfn kl. 08:15, 10:45, 13:15, 15:45, 18:15, 20:45, 23:15. (meira…)
Sinfó í sundi

Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands fara fram í tíunda sinn í Eldborg í Hörpu föstudaginn 29. ágúst kl. 20:00 í samvinnu við RÚV. Af því tilefni býður Vestmannaeyjabær ásamt sundlaugum víðsvegar um land upp á viðburðinn Sinfó í sundi þar sem sent verður beint út frá tónleikunum á sundstöðum. Þetta kemur fram á vef Vestmannaeyjabæjar. Klassíkin okkar ber […]
Takk fyrir allan meðbyrinn

Kæru vinir. Nú er sumarið senn á enda og haustið að taka við. Þetta verður því annar vetur Vöruhússins og við erum ótrúlega spennt að taka á móti öllum okkar gestum áfram í vetur með fjölbreytt úrval af spennandi réttum og ljúffengum drykkjum. Við viljum vekja athygli á allri okkar þjónustu en Vöruhúsið býður ekki […]
Haustmæling á loðnustofninum hafin

Haustmæling Hafrannsóknastofnunar og Náttúruauðlindastofnunar Grænlands á loðnustofninum munu standa yfir frá 23. ágúst til 22. september. Grænlenska rannsóknaskipið Tarajoq fór af stað nú um helgina og byrjar syðst á rannsóknasvæðinu (mynd 1). Rannsóknaskipið Árni Friðriksson mun svo koma inn í mælinguna 6. september. Áætlað er að verkefnið á Tarajoq taki 21 dag og verkefni Árna […]
HSU: Kjallarainngangi lokað vegna framkvæmda

Kjallarainngangi Heilbrigðisstofnunnar Suðurlands í Vestmannaeyjum verður lokað á morgun, miðvikudaginn 27. ágúst vegna framkvæmda sem áætlað er að standi yfir næstu vikurnar. Þjónustuþegar og aðrir gestir skulu nota aðalinnganginn að heilsugæslunni. „Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og þökkum ykkur fyrir skilninginn,” segir í tilkynningu frá HSU. (meira…)
Nýr þjónustubíll hjá Vestmannaeyjabæ

Vestmannaeyjabær hefur tekið í notkun nýjan þjónustubíl sem ætlaður er til að styðja við aldraða og fatlaða í samfélaginu. Í frétt á vefsvæði bæjaryfirvalda segir að bíllinn sé sérútbúinn og rúmar tvo hjólastóla auk átta sæta, og mun gegna lykilhlutverki í því að auðvelda fólki sem ekki getur keyrt sjálft að komast til og frá […]
Stormur á Stórhöfða

Vindurinn neær nú orðið stormstyrk á Stórhöfða. Klukkan 10 í morgun mældust þar 23 m/s og sló mest upp í 30 m/s í hviðum. Gul viðvörun er bæði á Suðurlandi og á Suðausturlandi. Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi klukkan 11.00 og gildir til klukkan 20.00 í kvöld. Herjólfur sigldi til Þorlákshafnar í morgun en ölduhæðin […]
Herjólfur til Þorlákshafnar

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar fyrri ferð dagsins þar sem ófært er til Landeyjahafnar vegna ölduhæðar. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45. Ferðir kl. 07:00 og 10.45 færast sjálfkrafa milli hafna, ferðir kl. 08:15, 09:30, 12:00, 13:15, 14:45 og 15:45 falla niður, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Hvað varðar siglingar fyrir […]
Kastar steinum úr glerhúsi

Það var fróðlegt að fylgjast með Páli Magnússyni, forseta bæjarstjórnar Vestmannaeyja í kvöldfréttum Sýnar í gærkvöldi. Þar gagnrýndi hann þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að stækka ætti Þjóðleikhúsið með nýjum sal í tilefni 75 ára afmæli hússins. Hann sagði það óheppilegt að forsætisráðherra hafi sagt mikilvægt að beita aðhaldi í ríkisrekstri í ljósi óbreyttra stýrivaxta skömmu fyrir […]
Gul viðvörun syðst á landinu

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun á Suðurlandi vegna austan hvassviðri syðst á svæðinu. Tekur viðvörunin gildi á morgun, þriðjudag kl. 12:00 og gildir til kl. 20:00. Í viðvörunarorðum segir: Austan 13-20 m/s undir Eyjafjöllum og í Mýrdal með snörpum vindhviðum, varasamar aðstæður fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Hægari vindur annars […]