Andlát: Gunnar Marel Tryggvason

(meira…)
VSV býður á ball

Árshátíð Vinnslustöðvarinnar fer fram í Höllinni næstkomandi laugardag. Venju samkvæmt endar árshátíðin með dansleik þar sem Gosar, Jónsi, Dagur og Una halda uppi stuðinu. Vinnslustöðin býður öllum bæjarbúum og gestum í Vestmannaeyjum á ballið. Á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar segir að undirbúningur fyrir árshátíðina gangi vel. Helena Björk Þorsteinsdóttir, sem hefur veg og vanda að skipulagningu hátíðarinnar, […]
Safnahelgi í Eyjum: Takið helgina frá !

Það verður fjölbreytt dagskrá að vanda um safnahelgina sem haldin verður 30. október til 2. nóvember. Pàlmi Sigurhjartarson píanóleikari og Stefanía Svavarsdòttir söngkona hafa á undanförnum árum sem dúó leikið og sungið sig inn í hjarta þjóðarinnar með yfirgrips mikla þekkingu á helstu stílum dægurtónlistar og túlkun í hæsta gæðaflokki. Nú mæta þau í fyrsta […]
Bikarslagur í kvöld

ÍBV og Afturelding mætast í 16-liða úrslitum Powerade bikarsins í kvöld. Leikið er í Mosfellsbæ. Ef staða þessara liða er skoðuð í deildinni má búast við hörkuleik í kvöld. Afturelding á toppi deildarinnar með fullt hús stiga að afloknum fimm umferðum. ÍBV er í þriðja sætinu með 6 stig. Leikurinn hefst klukkan 18.00 og verður […]
Kostnaður við Hásteinsvöll kominn í 267 milljónir

Framkvæmdir við Hásteinsvöll hófust á árinu en upphaflega hafði verið gert ráð fyrir fjármagni til verksins á árinu 2024. Þar sem framkvæmdirnar töfðust voru fjárheimildir síðasta árs ekki nýttar. Samkvæmt útboðum er heildarkostnaður við verkið áætlaður um 267 milljónir króna, en allur kostnaðurinn fellur á árið 2025. Af þeim sökum þurfti framkvæmda- og hafnarráð að […]
Dæmdur í 1,6 milljóna króna sekt fyrir kannabisræktun

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í 1,6 milljóna króna sekt fyrir að hafa ræktað og haft í vörslum sínum kannabis í Vestmannaeyjum. Samkvæmt gögnum málsins viðurkenndi maðurinn skýlaust fyrir dómi að hafa ræktað fjórar kannabisplöntur og haft í vörslum sínum 20,07 grömm af maríhúana og 284,03 grömm af kannabislaufum. Lögreglan í Vestmannaeyjum lagði hald á […]
Flestir hafa enn ekki tekið ákvörðun

Nú eru kjörnir fulltrúar víðs vegar um land að gefa upp hvort þeir hyggist gefa aftur kost á sér í framboð til sveitarstjórna. Næstu sveitarstjórnarkosningar verða 16. maí 2026. Eyjafréttir sendu fyrirspurn á alla bæjarfulltrúa sem og varabæjarfulltrúa í Vestmannaeyjum og spurðu hvort þau hyggist gefa kost á sér á lista í komandi bæjarstjórnarkosningum. „Ég hef ekki tekið […]
Eldgos og rýming Heimaeyjar 1973

Hér að neðan má sjá kvikmyndaupptökur af eldgosinu á Heimaey árið 1973. Þær eru teknar af bandaríska sjóliðsforingjanum fyrrverandi Curtis J. Winters en hann kom til Vestmannaeyja til að aðstoða við rýmingu og tók í leiðinni þessar einstöku kvikmyndir upp af hamförunum. (meira…)
Aðalfundur Farsæls

Aðalfundur smábátafélagsins Farsæls verður haldinn þriðjudaginn 7. október kl. 16:30 á efri hæð Fiskmarkaðs Vestmannaeyja. Arthúr Bogason mætir á fundinn. Heitt verður á könnunni, segir í tilkynningu og er allir smábátasjómenn hvattir til að mæta á fundinn, sem og þeir sem hafa áhuga á að spreyta sig í smábátaútgerð. (meira…)
Mikilvægt að sjómenn séu rétt tryggðir – alltaf

Tryggja vátryggingamiðlun, elsta miðlun landsins sem hefur starfað í 30 ár, sérhæfir sig í heilsutryggingum og sértækum sjómannatryggingum. Verkefnastjóri heilsutrygginga hjá Tryggja, Agnes Hildur Hlöðversdóttir, segir mikilvægt að sjómenn hafi öflugar tryggingar sem taka tillit til áhættu sem fylgir starfi á sjó. Hvað eru sjómannatryggingar? Aðspurð segir Agnes að sjómannatryggingar séu sérsniðnar tryggingar fyrir þá […]