Viðgerðum er lokið á Herjólfi og Herjólfi III en bæði skipin biluðu á sama tíma og því ekki hægt að sigla samkvæmt áætlun framan af degi.
Starfsmenn Herjólfs ohf. og Skipalyftunnar ehf. í Vestmannaeyjum hófust handa í Herjólfi III í morgun og voru vélar ferjunnar komnar í lag og í gang kl. 16:30 í dag.
Viðgerð er jafnframt lokið í Herjólfi en þar kom upp villumelding í stjórnbúnaði fyrir hliðarskrúfur ferjunnar með þeim afleiðingum að þær virkuðu ekki sem skildi. Starfsmenn Herjólfs ohf. og ABB í Noregi unnu að viðgerð eftir að bilunnar var vart á heimsiglingu frá Landeyjahöfn í morgun.
Siglingar hófust samkvæmt siglingaráætlun félagsins frá kl. 17:00 í dag og er siglt á Herjólfi frá Vestmannaeyjum til Landeyjahafnar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst