Bæjarráð fór yfir stöðuna varðandi dýpkun og stöðu á Landeyjahöfn á fundi sínum í vikunni sem leið. Bæjarráð lýsir í niðurstöðu sinni um málið vonbrigðum með að dýpkun Landeyjahafnar sé enn og aftur ekki sinnt eins og sífellt er lofað. Sú staða sem upp kom í lok október, og varir enn, sýnir enn og aftur mikilvægi þess að á haustin sé dýpkunarskip til staðar með skömmum fyrirvara til þess að halda höfninni opinni.
Í ljósi þess að ekki hefur verið hægt að halda úti áætlun í Landeyjarhöfn í haust, er enn mikilvægara að áætlunarflugi verði komið á til Vestmannaeyja. Nú eru liðnar 4 vikur frá því að bæjarstjóri sendi f.h. bæjarráðs erindi til innviðaráðuneytisins varðandi ríkisstuðning við áætlunarflug til Vestmannaeyja. Engin formleg svör hafa enn borist frá ráðuneytinu.
Bæjarráð gagnrýnir að ekki sé komið á áætlunarflug til Vestmannaeyja. Ekki hefur vantað jákvæðni frá þingmönnum og ráðherrum gagnvart áætlunarflugi til Vestmannaeyja í samtölum, nú er komið að því að efna loforðin.
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.