Bæjarstjórinn greiðir ferðakostnað til Bandaríkjanna úr eigin vasa
Fyrir bæjarráði lá erindi frá bæjarstjóra þar sem hann óskar heimildar til að koma fram fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar á ráðstefnu sem haldin verður í Utah dagana 9. til 12. Sept. til að minnast þess að í ár eru 160 ár frá því að fyrstu landnemarnir frá Vestmannaeyjum settust þar að. Í erindinu kemur fram að mjög eindregið hafi verið óskað eftir því að Vestmannaeyjabær sendi fulltrúa til ráðstefnunar. �?á kemur einnig fram að bæjarstjóri greiði sjálfur ferðakostnað og er í erindinu eingöngu verið að óska eftir heimild til að koma fram fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar.
Bæjarráð veitir fúslega heimild sína fyrir því að bæjarstjóri komi fram fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar á þessari ráðstefnu. �?á hvetur bæjarráð einnig eindregið til þess að tengsl við vesturíslendinga �??og þá sérstaklega af ættum Eyjamanna- verði ræktuð af fremsta megni.

Nýjustu fréttir

Sigurður Guðmundsson á Hljómey í ár
Jákvæðar umræður um Eyjagöng á Hvolsvelli
Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.