Bæjarstjórn samþykkir óbreytta prósentu í fasteignaskatti og holræsagjaldi
22. janúar, 2010
Fasteignaskattur af húsnæði verður 0,42% af íbúðum og íbúðarhúsum, útihúsum og mannvirkjum á bújörðum, sem tengd eru landbúnaði og sumarbústöðum en 1,55% af öllum öðrum fasteignum. Þetta er samkvæmt tillögu um álagningu gjalda árið 2010 sem samþykkt var í bæjarstjórn í síðustu viku. Holræsagjald verður 0,20% af íbúðum og íbúðarhúsum, útihúsum og mannvirkjum á bújörðum, sem tengd eru landbúnaði og sumarbústöðum en 1,55% af öllum öðrum fasteignum en 0,30% af öðrum fasteignum. Eru þessar álögur óbreyttar frá fyrra ári.