Á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar er greint frá samstarfi Vestmannaeyjabæjar og fyrirtækisins Beanfee ehf.
„Beanfee og Vestmannaeyjabær hafa samið um notkun Beanfee hugbúnaðar og aðferðafræði innan sveitarfélagsins. Munu atferlisfræðingar á vegum Vestmannaeyjabæjar hafa aðgang að Beanfee til úrvinnslu mála á stigi 2 og 3 skv. lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna (nr. 86/2021). Við hjá Vestmannaeyjabæ fögnum samstarfinu og hlökkum til framhaldsins.“
segir ennfremur í tilkynningunni.
Beanfee er hugbúnaður sem býður notendum upp á að þjálfa nær hvaða hegðun sem er. Til þjálfunar beitir Beanfee ýmsum aðferðum, svo sem hvata- og afrekskerfum, ásamt því að virkja nærumhverfi notandans honum til stuðnings. Beanfee var stofnað árið 2019 í því augnamiði að fjölga stafrænum lausnum innan grunnskólakerfisins.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst