Hann var glæsilegur regnboginn sem myndaðist yfir Eyjum í kvöld.
„Regnboga sjáum við þegar staðbundið skúraveður og sólskin fara saman og þá oftast þegar við erum sjálf á uppstyttusvæði. Ef skúraveðrið skilar sér ekki getum við gengið að regnboganum vísum í fossúða í sólskini. Þegar við horfum á regnbogann höfum við sólina í bakið.
Ljósgeisli sem fer úr einu efni í annað breytir almennt um stefnu, brotnar. Stefnubreytingin stjórnast af efniseiginleika sem er kallaður ljósbrotsstuðull. Hann er breytilegur með öldulengd ljóssins, það er að segja lit. Þetta gefur regnboganum litaskiptinguna.”
Ofangreint segir í svari Ara Ólafssonar við spurningunni: Hvernig myndast regnboginn? sem birt er á Vísindavefnum. Ljósmyndari Eyjafrétta var á ferð í miðbænum og náði mynd af boganum yfir bænum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst