Í dag klukkan 17.00 mætast ÍBV og FH öðru sinni í undanúrslitum Olísdeildar karla í Vestmannaeyjum. ÍBV vann fyrsta leikinn sem fram fór í Kaplakrika á fimmtudagskvöld, 31:27.
Í tilkynningu frá ÍBV kemur fram að upphitun hefst klukkan 15:00.
“Grillaðir borgarar, bjór og gos til sölu. Krakkar og aðrir áhugasamir geta fengið ÍBV andlitsmálningu.
Fjölmennum í upphitun og keyrum upp alvöru Eyjastemningu fyrir þennan mikilvæga leik.”
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst