ÍBV vann í dag sannkallaðan baráttusigur á Stjörnunni í 1. deild karla en liðin áttust við í Eyjum. Stjarnan var yfir allan tímann, allt þar til um tíu mínútur voru til leiksloka að Eyjamenn náðu að komast yfir í fyrsta sinn í leiknum. Forystuna létu þeir ekki af hendi og unnu að lokum 21:18 í mjög kaflaskiptum leik. Hinn ungi og efnilegi markvörður ÍBV, Haukur Jónsson kom inn á undir lok fyrri hálfleiks, lokaði hreinlega markinu á köflum og varði alls 17 skot í leiknum.