Ísfisktogarinn Bergur VE landaði fullfermi í Vestmannaeyjum í gær en hann landaði einnig fullfermi sl. miðvikudag.
Rætt var við við Jón Valgeirsson skipstjóra á heimasíðu Síldarvinnslunnar og fyrst var spurt hvað hefði verið veitt. „Þetta var þorskur og ýsa í báðum túrum. Í fyrri túrnum tókum við þorskinn á Ingólfshöfða og ýsuna á Papagrunni en í seinni túrnum var þorskurinn tekinn á Víkinni og ýsan aftur á Papagrunni. Þorskurinn sem fæst er virkilega vænn og flottur og ýsan sem fæst þarna fyrir austan er að éta þar síldarhrogn og þá er ósköp auðvelt að ná henni.
Veðrið hefur verið ágætt að undanförnu en nú í síðasta túr var kaldadrulla á leiðinni austur. Nú erum við komnir í þjóðhátíðarstopp og það verður ekki haldið til veiða á ný fyrr en eftir viku. Menn munu örugglega skemmta sér vel þessa þjóðhátíðardaga og mæta ferskir um borð fyrir næsta túr. Annars má segja að hjá okkur gangi veiðin bara eins og smurð vél og það er fátt hægt að segja nema góðar fréttir,“ segir Jón.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.