Fregnir af fyrirhugaðri sameiningu sýslumannsembætta sem eru í burðarliðnum innan dómsmálaráðuneytis eru því miður ekki ný af nálinni heldur kunnuglegt stef í eyrum okkar Eyjamanna. Nú hefur eldri hugmyndum um sameiningu sýslumannsembætta verið skellt í nýjan glansbúning aukinnar stafrænnar þjónustu.
Við sjáum það svart á hvítu að Sýslumannsembættið í Vestmannaeyjum hefur heldur betur eflst með tilkomu öflugs sýslumanns sem sótt hefur ný verkefni fyrir embættið, m.a. með aukna stafræna þjónustu að markmiði og hefur forysta og staða sýslumanns þar skipt lykilmáli.
Háð var afar hörð barátta í byrjun kjörtímabilsins um stöðu sýslumanns í Vestmannaeyjum sem með miklu harðfylgi hafðist og augljóst að nú þarf að reima á sig skóna að nýju. Ég er tilbúin í það. Þessar hugmyndir hugnast okkur fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Vestmannaeyja ekki og þeim höfum við og munum áfram mótmæla kröftuglega.
<br\>Hildur Sólveig Sigurðardóttir
Bæjarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.