Berjast þarf enn á ný um stöðu sýslumanns í Vestmannaeyjum

Fregnir af fyrirhugaðri sameiningu sýslumannsembætta sem eru í burðarliðnum innan dómsmálaráðuneytis eru því miður ekki ný af nálinni heldur kunnuglegt stef í eyrum okkar Eyjamanna. Nú hefur eldri hugmyndum um sameiningu sýslumannsembætta verið skellt í nýjan glansbúning aukinnar stafrænnar þjónustu.

Við sjáum það svart á hvítu að Sýslumannsembættið í Vestmannaeyjum hefur heldur betur eflst með tilkomu öflugs sýslumanns sem sótt hefur ný verkefni fyrir embættið, m.a. með aukna stafræna þjónustu að markmiði og hefur forysta og staða sýslumanns þar skipt lykilmáli.

Háð var afar hörð barátta í byrjun kjörtímabilsins um stöðu sýslumanns í Vestmannaeyjum sem með miklu harðfylgi hafðist og augljóst að nú þarf að reima á sig skóna að nýju. Ég er tilbúin í það. Þessar hugmyndir hugnast okkur fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Vestmannaeyja ekki og þeim höfum við og munum áfram mótmæla kröftuglega.
<br\>Hildur Sólveig Sigurðardóttir
Bæjarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum

Nýjustu fréttir

Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.