Morgunblaðið - Flestar koma þær frá ÍBV

„Liðin tíu, sem skipa Bestu deild kvenna í fót­bolta árið 2022, notuðu 205 leik­menn í fyrstu tíu um­ferðum Íslands­móts­ins. Þar af fengu 170 leik­menn að spila einn eða fleiri leiki í byrj­un­arliði en 35 komu við sögu sem vara­menn í ein­um eða fleiri leikj­um,“ segir í skemmtilegri samantekt Víðis Sigurðssonar íþróttafréttamanns í Morgunblaðinu í dag. Helstu niðurstöður má sjá á mbl.is.

Þá segir: „Af þess­um 205 leik­mönn­um eru 77 upp­al­d­ir hjá viðkom­andi fé­lagi. Af þeim fengu 53 tæki­færi í byrj­un­arliði upp­eld­is­fé­lags­ins í fyrstu tíu um­ferðunum en 24 komu inn á sem vara­menn.

ÍBV hef­ur alið upp flesta leik­menn sem nú spila í deild­inni, 15 tals­ins. Tólf þeirra léku með liðinu í fyrstu tíu um­ferðunum, átta þeirra í byrj­un­arliði, og þá leika Eyja­kon­urn­ar Cl­ara Sig­urðardótt­ir með Breiðabliki, Elísa Viðars­dótt­ir með Val og Sól­ey Guðmunds­dótt­ir með Stjörn­unni.

All­ar tólf ís­lensku kon­urn­ar, sem hafa spilað með ÍBV á tíma­bil­inu, eru upp­al­d­ar hjá fé­lag­inu en hinar níu, sem hafa komið við sögu á tíma­bil­inu, koma er­lend­is frá.“

Grein­in í heild sinni er í Morg­un­blaðinu í dag og þar má sjá hvernig öll liðin í Bestu deild kvenna eru sam­sett og hvaðan þeirra leik­menn koma

 

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.