Biðla til fólks að hætta þessari iðju
Undanfarna daga höfum við fengið nokkrar tilkynningar um eld í sinu segir í tilkynningu á facebook síðu Slökkviliðs. Vestmannaeyja
Í hádeginu á föstudaginn sl. kviknaði í sinu á túninu við Höllina þar sem líklega var um að ræða slys vegna sígarettu sem hent hefur verið út um bílglugga.
Seint á laugardagskvöldið var svo eldur laus í sinu við Týsheimili/knattspyrnuhús þar sem Lögreglan í Vestmannaeyjum náði að slökkva strax.
Í gærkvöldi þurftum við svo að fara á athafnasvæði Kubbs á nýja hrauninu þar sem eldur var m.a. laus í gróðri og var farinn berast í dekk og annað lauslegt rusl sem þar var.
Það er nokkuð ljóst að seinustu tveir eldsvoðar eru af manna völdum og því um ljótan og hættulegan leik að ræða því aðeins heppni og snör viðbrögð réðu því að ekki fór verr.
Það er mikið ábyrgðar og hugsunarleysi að vera að fikta með og kveikja elda, hvort sem er í gróðri eða öðrum hlutum því hlutirnir hafa tilhneigingu til að fara hratt úr böndunum með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Við viljum því hvetja þá sem bera ábyrgð á þessu fikti að hugsa sinn gang og hætta þessari iðju nú þegar áður en frekara tjón hlýst af.
Þeir sem hafa einhverjar upplýsingar um þessa eldsvoða eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í Vestmannaeyjum.
Slökkviliðsstjóri

Nýjustu fréttir

Elliði maður leiksins og Ísland í undanúrslit
Beðið með eftirvæntingu eftir loðnuráðgjöf
KR-ingur á láni til ÍBV
Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.