Bikarmeistararnir úr leik
ÍBV tók á móti Val í hörkuleik í 8 liða úrslitum Coca Cola bikarsins í dag þar sem Valur sigraði með tveimur mörkum, 23-25. ÍBV byrjaði leikinn betur og voru að spila frábæra vörn og sókn. Strákarnir fengu aðeins tvö mörk á sig á fyrstu 15. mínútum leiksins en þá náðu Valsmen að koma þriðja markinu að og staðan 7-3. ÍBV fékk kjörið tækifæri til að auka muninn í fimm mörk en brenndu af í hraðaupphlaupi, í staðinn jafnaði Valur metin 7-7. Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV tók þá leikhlé sem skilaði sér en strákarnir náðu aftur tveggja marka forskoti og héldu því til loka fyrri hálfleiks en þá var staðan, 13-11.
Valsmenn náðu fljótlega forskotinu í síðari hálfleik, 15-16, en þá kom góður kafli hjá ÍBV og leiddu þeir leikinn allt þar til að korter var eftir að sóknarleikurinn hrundi en markvarslan var nánast engin í síðari hálfleik en fyrsta varslan kom á 47. mínútu. Eyjamenn skoruðu ekki í mark í þrettán mínútur, Valsmenn nýttu sér það og breyttu stöðunni úr 21-19 í 21-24. Róðurinn var þá erfiður fyrir Eyjamenn en þeir fengu nokkur tækifæri til að ná Val á lokakaflanum en gekk ekki og lokatölur því 23-25 og Valsmenn á leið í “final four”.
Mörk ÍBV skoruðu þeir; Einar Sverrisson 6, Kári Kristján Kristjánsson 4, Agnar Smári Jónsson 4, Dagur Arnarsson 3, Andri Heimir Friðriksson 3, Magnús Stefánsson 1, Grétar �?ór Eyþórsson 1 og Theodór Sigurbjörnsson 1.
Stephen Nielsen varði sjö skot í marki ÍBV og Kolbeinn Aron Arnarsson þrjú.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.