8-liða úrslit bikarkeppni karla hefjast í dag með tveimur leikjum. Í Vestmannaeyjum taka heimamenn á móti Aftureldingu.
Ef gengi þessara liða í deildinni er skoðað má búast við hörku leik því liðin eru hlið við hlið í töflunni. Afturelding í þriðja sæti og Eyjamenn í því fjórða.
Flautað verður til leiks klukkan 13.30 í Eyjum í dag. Þess má geta að RÚV sýnir leikinn beint.
Leikir dagsins:
Dagur | Tími | Leikur | |
---|---|---|---|
11. feb. 24 | 13:30 | ÍBV – Afturelding | |
11. feb. 24 | 16:00 | Stjarnan – KA |
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst