Fólk sem átti leið um bryggjurnar tók eftir töluverðu fuglageri sunnan við Kleifar í dag. Samkvæmt tíðindamanni Eyjafrétta er einnig töluverð ólykt þarna nærri. Ástæðan er bilun í fráveitulögn.
„Það bilaði bráðabirgðaviðgerð á einni fráveitulögn sem liggur undir höfnina og yfir á Eiðið. Farið verður í að laga þetta í fyrramálið.“ segir Brynjar Ólafsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar í samtali við Eyjafréttir/Eyjar.net.
Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri segir aðspurð um málið að starfsmenn hafnarinnar hafi verið búnir að fá upplýsingar um þetta og þetta sé komið í farveg. Fleiri myndir frá í dag má sjá hér að neðan.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst