Framboðslisti Miðflokksins í Suðurkjördæmi var samþykktur með 93% greiddra atkvæða á félagsfundi kjördæmisins í kvöld. Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, leiðir listann. Í öðru sæti er Erna Bjarnadóttir og í þriðja sæti er Heiðbrá Ólafsdóttir.
Athygli vekur að Karl Gauti Hjartarson er ekki á listanum en hann sóttist eftir því að leiða listann. Karl skipti yfir í Miðflokkinn árið 2018. Hann var kjörinn á þing sem þingmaður Flokks Fólksins.
Tveir Eyjamenn eiga sæti á listanum en það eru frændurnir Guðni Hjörleifsson og Hafþór Halldórsson.
Framboðslistinn í heild sinni er eftirfarandi:
Birgir Þórarinsson, Vogum Vatnsleysuströnd
Erna Bjarnadóttir, Hveragerði
Heiðbrá Ólafsdóttir, Rangárþingi eystra
Guðni Hjörleifsson, Vestmannaeyjum
Ásdís Bjarnadóttir, Flúðum Hrunamannahreppi
Davíð Brár Unnarsson, Reykjanesbæ
Guðrún Jóhannsdóttir, Árborg
Gunnar Már Gunnarsson, Grindavík
Magnús Haraldsson, Hvolsvelli
Sigrún Þorsteinsdóttir, Reykjanesbæ
Bjarni Gunnólfsson, Reykjanesbæ
Ari Már Ólafsson, Árborg
Svana Sigurjónsdóttir, Kirkjubæjarklaustri
Hulda Kristín Smáradóttir, Grindavík
Hafþór Halldórsson, Vestmannaeyjum
Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Þorlákshöfn
Sólveig Guðjónsdóttir, Árborg
Eggert Sigurbergsson, Reykjanesbæ
Elvar Eyvindsson, Rangárþingi eystra
Einar G. Harðarson, Árnessýslu
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst