Sannkölluð jólastemning var á Bókasafni Vestmannaeyja í dag þegar hátíðardagskrá safnsins hófst. Fjöldi barna og fjölskyldna lagði leið sína á safnið þar sem Birgitta Haukdal las upp úr nýjustu Láru bók sinni. Heimsóknin vakti mikla lukku og var salurinn fullur af krökkum sem fylgdust vel með og tóku virkan þátt.
Einnig var Jólasveinaklúbbur bókasafnsins kynntur og þeim boðið að skrá sig. Við skráningu fá öll börn lestrarhest sem þau fylla út og skila á safnið 20. desember. Þann dag verður svo boðið upp á glæsilega jólaskemmtun.
Notaleg og kósí stemning ríkti svo sannarlega á safninu í dag, myndaspyrpa fylgir.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst