Birna Berg Haraldsdóttir áfram hjá ÍBV

Birna Berg Haraldsdóttir hefur skrifað undir nýjan 2 ára samning við handknattleiksdeild ÍBV. Hún hefur verið í herbúðum ÍBV frá haustinu 2020, þegar hún kom frá Neckarsulmer í Þýskalandi. Hún hafði þá leikið í atvinnumennsku erlendis um nokkurra ára skeið.

Birna varð fyrir því óláni að meiðast alvarlega í upphafi yfirstandandi tímabils, bikarleik ÍBV gegn Gróttu, sem varð til þess að hún hefur ekki leikið með liðinu á þessu tímabili. Hún hefur verið feykilega dugleg að vinna í sinni endurhæfingu og er á góðu róli. Birna er staðráðin í að koma inn af krafti á næsta tímabili og verður það mikill hvalreki fyrir liðið.

“Þetta er mikið ánægjuefni og hlökkum við mikið til áframhaldandi samstarfs með Birnu,” segir í tilkynningu frá ÍBV.

Nýjustu fréttir

Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Nám sem tengir saman skóla, atvinnulíf og samfélag
Draumar æskuáranna rættust
ÍBV tapaði toppslagnum gegn Val
Handverksmenn sýna í Einarsstofu
Samninganefnd skipuð vegna endurskoðunar á Herjólfssamningi
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.