Bjarki Björn og Eiður Atli gengnir til liðs við ÍBV

Knattspyrnumaðurinn Bjarki Björn Gunnarsson hefur gengið til liðs við ÍBV á lánssamningi sem gildir út keppnistímabilið 2024. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Bjarki kemur til ÍBV á láni en hann lék 11 leiki með ÍBV á síðustu leiktíð, leikirnir hefðu vafalaust verið fleiri ef ekki hefði verið fyrir meiðsli Bjarka.

Bjarki leikur að mestu í stöðu miðjumanns en hann verður 24 ára á árinu. Uppeldisfélag Bjarka, Víkingur, lánar ÍBV leikmanninn en samningur hans við Víking rennur út að loknu keppnistímabilinu 2025.

Hinn 22 ára Eiður Atli Rúnarsson hefur einnig gengið til liðs við ÍBV á lánssamningi sem gildir út keppnistímabilið 2024. Eiður er varnarmaður sem er uppalinn hjá HK sem lánar hann til ÍBV, samningur Eiðs við HK rennur út að loknu keppnistímabilinu 2025.

Eiður byrjaði alla leiki HK í Lengjubikarnum fyrir leiktíðina og lék 17 deildarleiki auk tveggja bikarleikja fyrir HK á síðustu leiktíð. Fyrsti meistaraflokksleikur Eiðs kom fyrir Ými þegar hann var 17 ára.


Bjarki Björn.

Nýjustu fréttir

Elliði maður leiksins og Ísland í undanúrslit
Beðið með eftirvæntingu eftir loðnuráðgjöf
KR-ingur á láni til ÍBV
Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.