Bjarni Harðarsson, 2. sæti Framsóknarflokksins í Hinni hliðinni

Nafn: Bjarni Harðarson
Heimilishagir: Kvæntur Elínu Gunnlaugsdóttur tónskáldi og á fjögur börn. Fjölskyldan býr á Sólbakka á Selfossi þó svo að mín verði nú lítið vart þar nú í kosningabaráttunni…
Menntun og starf: Stúdent frá Menntaskólanum að Laugarvatni 1981 og hef lagt stund á þjóðfræði og sagnfræði við Háskóla Íslands með hléum frá 1982. Hef starfað við blaðaútgáfu frá 1987 og er í dag eigandi og framkvæmdastjóri Sunnlenska fréttablaðsins sem jafnframt rekur Sunnlensku bókaútgáfuna og Sunnlenska bókakaffið sem er í senn verslun og bókabúð.
Áhugamál: Fyrir utan börnin og fjölskylduna er það saga Íslands, hálendi þess og mótorhjólaferðir þar um.
Hvað horfir þú á í sjónvarpi: Horfi mjög sjaldan á sjónvarp.
Uppáhaldsmatur: Svið.
Hvaða eiginleikum þarf stjórnmálamaður að hafa: Heiðarleika og hreinskilni.
Mesti stjórnmálamaður allra tíma, íslenskur: Jónas Jónsson frá Hriflu.
Af hverju í pólitík: Áhugi á að láta gott af mér leiða í byggðamálum, umhverfismálum og því verkefni að standa vörð um sjálfstæði Íslands.
Hverju þarf að breyta: Stórauka framlög til byggðamála og snúa við þeirri þróun að Ísland verði að borgríki.
Hvað ætlar þú að leggja áherslu á á þingi? Að Ísland verði skipulagt sem þjóðríki en ekki borgríki, m.a. með því að opinberum störfum verði dreift réttlátlega um landið.

Nýjustu fréttir

Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.