Bjarni Ólafur sýnir í Gallerí Fold

Eyjamaðurinn Bjarni Ólafur Magnússon opnar sýninguna, Þá og þar í Gallerí Fold á morgun, laugardaginn 4. maí.  Er þetta fyrsta einkasýning Bjarna Ólafs í Gallerí Fold. Á sýningunni eru bæði olíuverk og teikningar byggðar á landslagi, raunverulegu eða ekki, endurminningum og órum.

Bjarni Ólafur er fæddur og alinn upp í Vestmannaeyjum. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laugarvatni 1982 og stundaði nám í grunndeild Myndlistar- og handíðaskóla Íslands 1982 til 1983.

Árið 1988 hélt hann til Bandaríkjanna þar sem hann lagði stund á myndlistarnám í Kansas City Art Institute árin 1988 til 1990. Um vorið 1990 var hann gestanemandi við málaradeild San Fransico Art Institute. Árin 1991 til 1992 stundaði Bjarni nám við Goldsmiths/University of London.

Nýjustu fréttir

Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.