Bjart yfir bænum okkar
31. desember, 2022

Það er bjart yfir í Vestmannaeyjum þessi áramótin – þótt allt sé á kafi í snjó.

Árið sem nú er að draga síðustu andartökin var okkur á margan hátt gjöfult og gott. Það áraði vel í sjávarútvegi og ferðaþjónustan náði sér aftur á strik eftir nokkur mögur covid-ár. Ýmis önnur atvinnutengd starfsemi stendur líka í blóma og það þarf ekki að fara í langan bíltúr til að sjá ótrúlega miklar framkvæmdir á vegum fyrirtækja og einstaklinga, sem er ágætur mælikvarði á þá bjartsýni og framfarahug sem hér ríkir. En hvernig getum við annars mælt hvernig okkur vegnar og líður sem bæjarfélagi og bæjarbúum? Við getum horft á atvinnustig, tekjur einstaklinga, afkomu fyrirtækjanna í bænum, afkomu sveitarfélagsins, þjónustustig, framboð á afþreyingu, menningu, íþrótta- og æskulýðsstarfi og svona mætti áfram telja. Allt þetta og fleira er miserfitt að mæla en þar sem við höfum skýra mælikvarða stöndum við býsna vel – í hvaða samanburði sem er.

Og svo eru líka beinlínis gerðar mælingar á viðhorfi landsmanna til búsetuskilyrða í því sveitarfélagi sem þeir búa. Niðurstöður úr einni slíkri, sem gerð var á vegum Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, birtust í byrjun ársins – og íbúar í Vestmannaeyjum reyndust ánægðastir allra landsmanna með bæinn sinn. Loks má nefna þann einfalda mælikvarða sem felst í því hvort þeim fari fjölgandi eða fækkandi sem vilja búa hér. Og þeim fer fjölgandi. Núna í desember vorum við orðin 4,525; fjölgað um 109 á tæpu ári – og rufum 4,500 múrinn í fyrsta sinn frá aldamótaárinu 2000.

Helstu óánægjuefnin okkar – eins og fyrr og örugglega síðar líka – snúa að því sem við eigum undir ríkisvaldið að sækja: samgöngum og heilbrigðisþjónustu. En við höldum áfram að nudda því til betri vegar.

Hálf öld frá gosi

Árið sem senn hefur göngu sína markar þau merku tímamót að 50 ár verða þá liðin frá gosinu á Heimaey – og 60 ár frá Surtseyjargosinu ef út í það er farið. Mér finnst skrýtið til þess að hugsa að eftir aðeins um þrjár vikur verður nákvæmlega hálf öld liðin frá því að gosið hófst hér austur á Eyju. Ég var þá 18 ára peyi í skóla Reykjavík, nýkominn úr jólafríi heima í Eyjum, og fékk lánaðan gamlan sovéskan Moskvitch-skrjóð til að komast til Þorlákshafnar og leita að fjölskyldunni minni.

Það verður ýmislegt gert hér í Eyjum til að minnast þessara merku tímamóta og verður gerð nánari grein fyrir því innan tíðar. Þó má nefna að strax núna 23. janúar munu bæði forseti Íslands og forsætisráðherra heiðra okkur með nærveru sinni. Í vikunni fyrir goslokahelgina í sumar munu síðan forsætisráðherrar allra Norðurlandanna halda fund sinn hér í Eyjum af þessu tilefni. Og skylt er að nefna að einn frægasti myndlistarmaður samtímans,Ólafur Elíasson, vinnur nú að listaverki tengdu gosinu. Þar er um að ræða samvinnuverkefni Vestmannaeyjabæjar og ríkisstjórnarinnar.



Það bíða því mörg og margbreytileg verkefni á því spennandi ári sem nú er rétt handan við hornið!



Ég þakka ykkur öllum fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða og fyrir hönd bæjarstjórnar Vestmannaeyja óska ég ykkur gæfu og gengis á nýja árinu.



Páll Magnússon

forseti bæjarstjórnar

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst