Bjartmar og Bergrisarnir blása til tónleika í tilefni goslokaafmælis og verða í Höllinni næsta fimmtudagskvöld. Húsið opnar kl. 21.00 og Bjartmar og vinir hans hefja leik kl. 22.00. Allt of margir misstu af þessum mögnuðu listamönnum þegar þeir sóttu Eyjarnar heim síðast. Hljómsveitin hefur verið ein sú allra vinsælasta á landinu undanfarin misseri og átti eitt vinsælasta lag ársins á Íslandi á síðasta ári.