Björgunarfélag Vestmannaeyja kallað út
Bjorgunarsv TMS IMG 2298 La
Í Vestmannaeyjum var Björgunarfélag Vestmannaeyja kallað út vegna flutningabíls. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Stormur hefur geysað á landinu sunnan- og vestanverðu síðan í gærkvöldi. Enn er í gildi appelsínugul viðvörun á Suðurlandi og gildir hún til miðnættis.

Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir að veðrið haldi áfram að gera okkur skráveifu þessi jólin og nú undir hádegið var Björgunarfélag Akraness kallað út vegna báts í Akraneshöfn sem var við það að slitna frá bryggju vegna hvassviðris. Björgunarbáturinn Jón Gunnlaugsson og lóðsbáturinn Þjótur voru mannaðir og náðu að koma bátnum aftur að bryggju þar sem landfestar voru tryggðar.

Í Vestmannaeyjum var Björgunarfélag Vestmannaeyja kallað út vegna flutningabíls sem stóð skammt frá Eldfelli en vindurinn var við það að rjúfa þekju tengivagnsins sem þá hefði getað splundrast vegna vinds, en komið var í veg fyrir það, segir í tilkynningunni.

Hugleiðingar veðurfræðings

Eftirfarandi kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands í morgun: Suðvestanátt í dag, víða hvassviðri eða stormur með dimmum éljum, einkum um landið sunnan- og vestanvert. Frost 0 til 5 stig.

Á morgun, annan dag jóla er útlit fyrir stífa suðvestanátt, en hvassviðri með suðurströndinni. Það hlýnar heldur og úrkoman fer yfir í slyddu og jafnvel rigningu sunnanlands. Snjókoma eða él í öðrum landshlutum en að mestu þurrt á Austurlandi.

Á föstudag er síðan spáð minnkandi suðvestanátt með éljum, en þurru veðri norðaustan til.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.