Björgunarfélag Vestmannaeyja kallað upp á Fimmvörðuháls
13. júlí, 2011
Björgunarfélag Vestmannaeyja var fyrr í dag kallað til leitar norsks göngumanns á Fimmvörðuhálsi. Maðurinn er meiddur á fæti en var fyrr í dag í símasambandi við björgunarsveitir en tókst ekki að gefa upp staðsetningu sína. Leitin hefur ekki borið árangur. Með tilkomu Landeyjahafnar má hins vegar búast við að leitað verði til Björgunarfélags Vestmannaeyja í enn ríkari mæli en áður vegna aðgerða á fastalandinu.