Blása af síðustu ferð dagsins
Herjólfsferð
Herjólfur á leið til Eyja. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Í dag stóð til að fara sjö ferðir í Landeyjahöfn í fyrsta sinn í langan tíma. Ekki gekk það þó upp því fella þarf niður síðustu ferð dagsins.

Ölduhæð fer hækkandi og töluvert hvassviðri

Í tilkynningu frá Herjólfi ohf. segir að ferðir kl. 22:00 frá Vestmannaeyjum og kl. 23:15 frá Landeyjahöfn í kvöld falli niður þar sem ölduhæð fer hækkandi þegar líða tekur á kvöldið sem og töluvert hvassviðri er í Landeyjahöfn. Þeir farþegar sem áttu bókað koma til með að fá símtal frá afgreiðslu okkar til þess að færa bókun sína.

Þá segir í tilkynningunni að Herjólfur sigli samkvæmt áætlun á morgun, miðvikudag.

Nýjustu fréttir

Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.