hOFFMAN snýr aftur

Hljómsveitin hOFFMAN var að senda frá sér sitt fyrsta lag í 15 ár. Lagið ber nafnið Shame og var tekið upp í hljóðveri Of Monsters and men í Garðabæ og um upptökur sá Bjarni Jensson. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hljómsveitinni. Framundan hjá hOFFMAN í desember eru þrennir tónleikar á höfuðborgarsvæðinu og í Eyjum […]
Rödd Vestmannaeyja þarf að heyrast á þingi

Kosið verður til Alþingis laugardaginn 30. nóvember nk. og vermi ég 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Mikilvægustu málin fyrir Vestmannaeyjar snúa fyrst og fremst að grunninnviðum og þar með samkeppnishæfni eyjanna. Til þess að ná árangri í því þurfum við að tryggja: Öruggt aðgengi að vatni með lagningu almannavarnarlagnar til Vestmannaeyja Að rannsóknir […]
Takk allir listamenn á Íslandi

Það er eitt að leika mjög vel og svo er annað stig fyrir leikara að gjörsamlega verða persónan sem hann eða hún leikur að maður gjörsamlega gleymir sér í persónunni. Og það gerir Ólafur Darri í Ráðherranum, þáttaröð sem sýnd er á RÚV. Fyrir mér er þetta með ólíkindum og hann fær fimm fyrir stjörnuleik […]
Notaleg stund í Sagnheimum

Það var notaleg stund í á Bryggjunni í Safnahúsi á laugardaginn þegar Sigurgeir Jónsson og sonardóttir hans, Katrín Hersisdóttir kynntu bók sína, Fyrir afa. Smásögur Sigurgeirs og Katrín myndlýsir. Hún átti hugmyndina að bókinni og saman ná þau að skapa einstakt verk þar sem texti og myndir renna saman í eitt. Sigurgeir las fyrstu sögu […]
Skiptar skoðanir um staðsetningu stórskipahafnar

Meirihluti þeirra sem tóku afstöðu er hlynntir bæði stórskipahöfn til móts við Klettsvík og út á Eiði. Mun meiri ánægja er þó með staðsetningu hafnarinnar út á Eiði. 62% svarenda í könnun Maskínu sem unnin var fyrir Eyjafréttir eru fylgjandi byggingu stórskipahafnar norðan Eiðis. 19% eru andvígir byggingu stórskipahafnar þar. Einnig var spurt: Ertu fylgjandi […]
Sumarlokun leikskólanna

Á fundi fræðsluráðs Vestmannaeyja í liðinni viku var tekin fyrir sumarlokun leikskóla og sumarleyfi. Fram kemur í fundargerð að skólaskrifstofa leggi til að sumarlokun leikskólanna sumarið 2025 verði frá 10. júlí til 14. ágúst líkt og í ár. Leikskólar opna klukkan 10:00 þann 15. ágúst. Ráðið samþykkti umrædda tillögu sumarlokunar leikskóla frá skólaskrifstofu. Samhliða ákvörðun […]
Fyrsta ferð dagsins til Þorlákshafnar

Herjólfur siglir fyrri ferð dagsins til Þorlákshafnar þar sem ófært er til Landeyjahafnar vegna aðstæðna þar. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45. Ferðir kl. 08:15, 09:30, 12:00, 13:15, 14:30 hafa verið felldar niður. Hvað varðar siglingar fyrir seinnipartinn í dag, verður gefin út tilkynning kl. 15:00, segir í tilkynningu frá Herjólfi […]
Handverksmarkaður – myndband

Líkt og greint var frá fyrr í dag hér á Eyjafréttum er glæsilegur handverksmarkaður í Höllinni um helgina. Hann hófst í dag og er einnig opinn á morgun, sunnudag. Halldór B. Halldórsson leit við þar og að sjálfsögðu hafði hann myndavélina með í farteskinu. (meira…)
Glæsilegur handverksmarkaður í Höllinni

Í dag og á morgun, sunnudag, fer fram glæsilegur handverks- og vörumarkaður í Höllinni. Opið er báða dagana frá kl. 13-17. Á markaðnum kynna yfir 20 aðilar fjölbreytt úrval handverks, listmuna og annanra vara. Á efri palli Hallarinnar er notalegt kaffihús þar sem gestir geta notið veitinga. Eyjafréttir kíktu við í dag og skoðuðu úrvalið. […]
Sjávarútvegur er burðarás landsbyggðar

Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa ráðist í verulegar fjárfestingar á undanförnum árum. Þau hafa fjárfest í nýjum skipum og búnaði um borð, í húsnæði og hátæknibúnaði fyrir vinnslu, í nýsköpun og vöruþróun, í dreifileiðum og markaðssetningu. Allar þessar fjárfestingar eru nauðsynlegar og hafa verið ráðandi þáttur í að tryggja samkeppnishæfni greinarinnar, stuðlað að aukinni verðmætasköpun, dregið úr […]