Minningarstund um fórnalömb umferðarslysa

Á morgun verður minningarstund í Landakirkju um fórnalömb umferðarslysa. Árið 2005 ákváð allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna að helga þriðja sunnudag í nóvember ár hvert minningu þeirra sem látist hafa í umferðarslysum, samstöðu með þeim sem glíma við fötlun og örkuml sem afleiðing umferðarslysa, umhyggju um aðstandendur þeirra, sem og um löggæslu, sjúkralið og aðra þá sem […]
Hluthafi í Laxey skoðar að opna fóðurverksmiðju á Íslandi

Mynd: Óskar Jósúason Norski fóðurframleiðandinn Skretting Norway kannar nú möguleikann á því að setja upp fóðurverksmiðju á Íslandi fyrir laxeldi. Þetta kemur fram í Fiskifréttum þar sem haft er eftir Haarvard Walde, forstjóra Skretting Norway, að Ísland gæti í framtíðinni orðið þriðji stærsti laxaframleiðandi heims. „Þetta mun taka tíma, en möguleikarnir eru klárlega til staðar. […]
Herjólfur, fullt tungl og ólgandi sjór

Óskar Pétur Friðriksson ljósmyndari fangaði kraft og fegurð Vestmannaeyja í óveðrinu sem gekk yfir. Í þetta sinn tók hann magnaðar myndir af Herjólfi á siglingu þar sem fullt tungl lýsti upp himininn yfir ólgandi sjónum. Myndirnar minna okkur á hversu stórbrotin náttúran er og hvað við sem búum í Eyjum, stöndum nærri henni. (meira…)
Töfruðu fram saltfiskveislu að hætti Portúgala

Það var brugðið út af vananum, eins og stundum er gert, í hádegishléi starfsfólks í fiskvinnslu Vinnslustöðvarinnar í dag. Boðið var upp á saltfiskrétti að portúgölskum hætti. Slíkt var einnig gert síðastliðið vor og heppnaðist þá afar vel. Það tókst ekki síður vel til núna. Maturinn frábær og góð stemning. Um matargerðina sáu þær Carlota […]
Kæru Vestmannaeyingar

Senn líður að kosningum, og við í Framsókn höfum lagt okkur fram um að vera traustur bandamaður í framþróun Vestmannaeyja. Með samvinnu og skýrum markmiðum höfum við náð árangri í málum sem skipta samfélagið hér lykilmáli. Við upphaf kjörtímabilsins lögðum við áherslu á að rafvæða Herjólf, tryggja að stjórn hans væri í höndum heimamanna frekar […]
Flokkur fólksins stærstur í Suðurkjördæmi

Flokkur fólksins hefur mesta fylgið í Suðurkjördæmi samkvæmt nýrri könnun Gallup sem RÚV greindi frá fyrr í dag. Eyjafréttir hefur fengið gögn frá RÚV um mælingar niður á kjördæmin og þar kemur í ljós að 18,8% kjósenda í Suðurkjördæmi hyggjast kjósa Flokk fólksins. Næstur á eftir honum er Sjálfstæðisflokkurinn með 18,1%. Með þriðja mesta fylgið mælist […]
Ferðalag um Heimaey

Í dag fer Halldór B. Halldórsson með okkur í fjögurra mínútna ferðalag um Heimaey. Sjón er sögu ríkari! (meira…)
Siglt til Þorlákshafnar síðdegis

Herjólfur ohf. hefur staðfest brottför til Þorlákshafnar seinni partinn. Brottför frá Vestmannaeyjum kl 16:00 (áður 17:00). Brottför frá Þorlákshöfn kl 19:45 (áður 20:45). Laugardagurinn 16.11.24 og þar til annað verður tilkynnt: Herjólfur stefnir til Landeyjahafnar samkvæmt almennri áætlun þar til annað verður tilkynnt. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 09:30, 12:00, 14:30, 17:00, 19:30, 22:00 Brottför […]
Búbblur og bröns á laugardag

Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum opnar kosningaskrifstofu fyrir alþingiskosningarnar 30.nóvember. Framundan er mikilvægur tími fyrir okkur sjálfstæðisfólk um allt land og því mikilvægt að þétta hópinn og koma alvöru stemningu í starfið. Við opnum því kosningaskrifstofu á laugardag, fyrir litla lundaballið hans Eyþórs Harðar, oddvita okkar, sem hefur ásamt félögum sínum í Heimaeyjarlandinu haft veg og vanda […]
Friðarhöfn – spennandi glæpasaga frá Vestmannaeyjum

Ljósmyndari: Juliette Rowland Það hefur ekki farið fram hjá Eyjamönnum síðastliðnar vikur að hópur tökufólks hefur verið hér í Eyjum. Um eru að ræða kvikmyndafyrirtækið Glassriver, en þau hafa verið í tökum vegna þáttaseríru sem kallast Friðarhöfn og kemur út á næsta ári. Glassriver var stofnað árið 2016 með því markmiði að framleiða vandað íslenskt sjónvarpsefni. Síðan þá […]