Veiðiferðin fékk óvænt endalok

Landad Ur Vestmannaey Ve 22 Jul

Á mánudagsmorgun kom Vestmannaey VE með Gullver NS í togi til Neskaupstaðar og sólarhring síðar kom Bergur VE þangað til löndunar. Rætt er við skipstjóra skipanna þriggja á vef Síldarvinnslunnar. Þar er haft eftir Þórhalli Jónssyni, skipstjóra á Gullver að þeir hafi verið að veiðum á Tangaflaki þegar kælivatnsdæla fyrir aðalvélina bilaði. „Við vorum komnir […]

Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur stærstir í Eyjum

Suðurframboðið

Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn hafa mesta fylgið í Vestmannaeyjum þegar rúmar tvær vikur eru til þingkosninga. Þetta sýna niðurstöður könnunar sem Maskína framkvæmdi fyrir Eyjafréttir. Könnunin var gerð dagana 6-11. nóvember.  Um 55% þeirra sem tóku afstöðu til spurningarinnar “Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk myndir þú kjósa?” völdu annað hvort Sjálfstæðisflokkinn eða […]

Ótrúleg eftirvænting

Hladbord Lundaball 2022

Ótrúleg eftirvænting er í Eyjum og raunar um land allt eftir Stóra Lundaballinu sem haldið verður á laugardaginn næstkomandi. Þegar Eyjafréttir höfðu samband við skipuleggjendur kom fram að miðasala gangi vel og má segja að nú fari hver að verða síðastur til að ná sér í miða þar sem einungis örfáir miðar eru eftir. „Veiðifélagið […]

X24: Framboðsfundur í dag

Í dag verður opinn fundur með oddvitum allra stjórnmálaflokka í Suðurkjördæmi. Fundað verður í Höllinni kl. 17:30, húsið opnar kl. 17:00. Fundurinn er haldinn í samvinnu Vestmannaeyjabæjar, Eyjafrétta og Tíguls og eru bæjarbúar hvattir til að mæta. Oddvitar flokkana eru: Halla Hrund Logadóttir – Framsóknarflokkurinn Guðbrandur Einarsson – Viðreisn Guðrún Hafsteinsdóttir – Sjálfstæðisflokkurinn Ásthildur Lóa […]

Kvenna og karlalið ÍBV spila í kvöld

Handbolti (43)

Bæði kvenna- og karlalið ÍBV eiga leiki í kvöld. Stelpurnar mæta Val á útivelli á meðan strákarnir taka á móti Fram í Eyjum. Valur er á toppi Olísdeildar kvenna en ÍBV í fimmta sæti eftir 8 umferðir. Í Olísdeild karla eru Fram og ÍBV með jafn mörg stig í fjórða til fimmta sæti. Flautað er […]

Gul viðvörun á föstudag og laugardag

Gul Vidv Allt Landid 151124

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir allt landið á föstudag og laugardag. Norðan áhlaup norðanlands. (Gult ástand). Tekur viðvörunin gildi föstudaginn 15 nóv. kl. 06:00 og gildir til 17 nóv. kl. 00:00. Í viðvörunarorðum segir: Stormur eða rok á norðanverðu landinu. Búast má við mjög hvössum og varhugaverðum vindhviðum við fjöll. Einnig er […]

Mýflug Air hefur opnað fyrir bókanir

Flugfélagið Mýflug Air tilkynnti á heimasíðu sinni í dag að áætlunarflug frá Reykjavík til Vestmanneyja hefjist þann 1. desember. Fram kemur að flogið verði fjórum sinnum í viku: Í hádeginu á föstudögum, seinnipart sunnudags og svo kvölds og morgna á fimmtudögum. Búið er að opna fyrir bókanir fyrir desembermánuð. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu […]

Bókakynning um heilsu og blóðsykurstjórnun

Elísabet Reynisdóttir eða Beta Reynis eins og hún er kölluð verður með fyrirlestur og bókakynningu í Pennanum Eymundssyni upp úr bók sinni Þú Ræður. Kynningin verður haldin fimmtudaginn 14. nóvember kl. 16. Beta er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum, en er í dag búsett á höfuðborgarsvæðinu. Hún er næringarfræðingur og næringarþerapisti að mennt og ætlar […]

Aðstaðan verði nýtanleg í lok næsta árs

Gjabakkabryggja 24 Opf Cr

Á síðasta fundi framkvæmda- og hafnarráðs kom fram að fulltrúar frá Vegagerðinni fari nú yfir fyrirhugaða endurbyggingu á Gjábakkakanti. Fram kemur að hönnun sé langt komin og mun Vegagerðin auglýsa útboð í lok árs 2024. Stefnt er að því að stálið verði afhent í byrjun apríl 2025 og hægt verði að hefjast handa þá strax […]

Lagið óður til forseta Úkraínu

Molda Volodymyr Cr

Hljómsveitina Moldu þarf ekki að kynna sérstaklega enda Eyjamönnum að góðu kunn. Þeir voru að senda frá sér nýtt lag sem ber heitið Volodymyr ( friður er sigur ) og er um óð til Volodymyrs Zelenskyy Úkraínu forseta að ræða. Í tilkynningu frá sveitinni segir að lagið hafi verið í bígerð um nokkurn tíma en […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.