Herjólfur III aftur á sölu

Hebbi Lan

Herjólfur III er aftur kominn á sölu á erlendri sölusíðu, hjá J. Gran & Co. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir í samtali við Eyjafréttir aðspurður um hvort búið sé að samþykkja af yfirvöldum að selja skipið að svo sé. „Alþingi hefur samþykkt það með heimild í fjárlögum.” Í einkasölu í þrjá mánuði G. Pétur […]

Herjólfur til Landeyjahafnar

landeyjah_her_nyr

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar á ný, eftir að hafa þurft að sigla síðan síðdegis í gær til Þorlákshafnar. Brottför er frá Vestmannaeyjum kl. 17:00. Brottför frá Landeyjahöfn kl. 20:45. Í tilkynningu frá Herjólfi ohf. segir að hvað varði síðustu ferð kvöldins frá Vestmannaeyjum kl. 22:00 og frá Landeyjahöfn kl. 23:15 verður gefin út tilkynning seinna […]

IceFish 2024 hefst í Smáranum á morgun

Íslenska sjávarútvegs-, sjávarrétta- og fiskeldissýningin, IceFish 2024, hefst í Smáranum á morgun 18. september með pomp og prakt og býður hjartanlega velkomna sýnendur og gesti frá öllum heimshornum. Dyrnar opna klukkan 10:00 en formleg opnunarathöfn hefst klukkan 14:00. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra, setur sýninguna með formlegum hætti. IceFish fagnar núna 40 ára afmæli og mun […]

Kjötsúpukvöld Karlakórs Vestmannaeyja á morgun

Karlakór Vestmannaeyja býður alla karlmenn velkomna í kjötsúpuveislu í Akógessalnum annaðkvöld, miðvikudag 18. september klukkan 20:00. Kjötsúpukvöld KKVE er kjörið tækifærið til að kynna sér starf kórsins og ganga til liðs við einn skemmtilegasta félagsskap sem hugsast getur. Við viljum endilega sjá sem flest ný andlit og hvetjum við karlmenn á öllum aldri til að láta […]

Vitlaust veður en ágætis reytingur

Bergur_vestmannaey_naer_24_IMG_4466

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landaði 60 tonnum af þorski í Neskaupstað í gær og systurskipið Bergur VE mun landa þar fullfermi í dag. Rætt var við Birgi Þór Sverrisson skipstjóra á Vestmannaey í gær – á vef Síldarvinnslunnar – og hann spurður um veður og aflabrögð. ,,Við fengum þennan afla á Breiðdalsgrunni og í Hvalbakshalli í […]

Gert ráð fyrir 110 íbúðum á malarvelli og Löngulág

Gert er ráð fyrir sex til tíu deilda leikskóla á svæðinu – Ekki fyrstu tillögurnar  Á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku var lagt fram til auglýsingar tillaga að breyttu aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015 til 2035. Er það vegna breyttra marka landnotkunarreita og skilmála við Malarvöll og Löngulág. Málið var kynnt á vinnslustigi og bárust engar efnislegar […]

Blása enn meira lífi í starfið og umgjörðina

Síðastliðinn föstudag voru fyrstu heimaleikirnir hjá ÍBV í handboltanum. Kvöldið áður bauð handknattleiksdeild ÍBV handboltaáhugamönnum á leikmannakynningu í Akóges. Magnús Stefánsson, þjálfari karlaliðsins segir í samtali við Eyjafréttir að tímabilið leggist mjög vel í þá. „Strákarnir hafa verið mjög duglegir að æfa og mæta til leiks í flottu standi. Deildin í ár gæti orðið jafnari […]

Geðlestin í Eyjum

Geðlestin

Í tilefni af Gulum september* ætla landssamtökin Geðhjálp að ferðast um landið og bjóða upp á samtal um geðrækt og geðheilsu í bland við tónlist og gleði. Geðlestin er heiti verkefnisins en það hefur áður farið um landið en þá var áherslan á börn og ungmenni en núna er ætlunin að hitta sveitarstjórnir, félags- og […]

Þyrlan sótti sjúkling til Eyja

sjukrabill_thyrla_2024

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út síðdegis í dag til að sinna sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum. Að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar var þyrlan kölluð til vegna bráðra veikinda. Hann segir ennfremur í samtali við Eyjafréttir að vegna veðurs hafi ekki verið fært fyrir sjúkraflugvél, en stormur hefur verið í Eyjum síðustu klukkustundirnar. Ásgeir segir að sjúklingurinn […]

Lögmaðurinn fór holu í höggi

Golf Felagar Ads IMG 5226

Þó farið sé að hausta sitja golfarar bæjarins ekki auðum höndum. Nýverið fóru þrír félagar níu holu hring á golfvellinum í Eyjum. Einn af þeim fór holu í höggi. Eyjafréttir fengu lýsingu Jóhanns Péturssonar, lögmanns og golfara frá hringnum góða. Líklega illsláanlegur ,,Hringurinn byrjaði svosem  ekki með neinum sérstökum látum hjá mér en samt par […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.