Verðum að halda í það litla sem við höfum

„Það kom út mikið af skemmtilegum bókum núna í vor og sumar og það er búin að vera fín bóksala hérna. Fólk er sem betur fer enn að lesa,“ segir Erla Halldórsdóttir, verslunarstjóri Eymundsson. Skólarnir eru að byrja og skiptibókamarkaðurinn er kominn á fullt en þar er tekið á móti notuðum námsbókum sem kenndar eru […]

Gullberg á síldveiðar

default

Makrílveiðar hófust hjá Vinnslustöðinni í byrjun júlí mánaðar. Sagt er frá því á vef Vinnslustöðvarinnar að ágætlega hafi litið út með veiðarnar til að byrja með og fékkst á tímabili ágætur afli í íslenskri lögsögu. Makrílveiðin hefur hins vegar verið mjög erfið nú í ágúst og ekkert hefur veiðst núna dögum saman, þrátt fyrir mikla […]

42% minna mældist af makríl

Í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun segir að niðurstöður liggi fyrir frá sameiginlegum uppsjávarleiðangri Íslendinga, Færeyinga, Norðmanna og Dana sem farinn var á tímabilinu 28. júní til 2. ágúst 2024. Meginmarkmið þessa árlega leiðangurs var að meta magn uppsjávarfiska í Norðaustur-Atlantshafi að sumarlagi en jafnframt að rannsaka vistkerfi og umhverfi sjávar. Leiðangurssvæðið var 2,2 milljón ferkílómetrar sem […]

Vilja fjölga óstaðbundnum störfum á landsbyggðinni

default

Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur ákveðið að veita styrki, að fjárhæð allt að 150 milljónum kr. af byggðaáætlun, til að fjölga óstaðbundnum störfum á landsbyggðinni. Ríkisstofnanir á höfuðborgarsvæðinu eiga kost á að sækja um styrki til að ráða í óstaðbundin störf á þeirra vegum utan höfuðborgarsvæðisins, m.a. til að mæta kostnaði við aðstöðu fyrir starfsfólk. Málið […]

Samfélagsstyrkir Krónunnar nýtast vel

Krónan styður við samfélagstengd verkefni með áherslu á æskulýðs- og ungmennastarf. Við styrkjum verðug samfélagsverkefni á hverju ári, í gegnum styrki, viðburði og samstarfsverkefni. Liður í því er Samfélagsstyrkur Krónunnar, sem veittur er ár hvert til verkefna í nærumhverfi sem stuðla að bættri lýðheilsu eða umhverfismálum með áherslu á yngri kynslóðina. Eitt verkefni hlaut samfélagsstyrk í […]

ÍBV sektað

ksi_bolti

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ birti í dag úrskurði úr agamálum og voru alls fimm félög sektuð vegna framkomu áhorfenda. Þrjú félagana eru í Lengjudeild karla, þar á meðal er ÍBV. Sektað er vegna þess að stuðningsmenn liðsins kveiktu á blysum eftir sigur ÍBV á Fjölni á útivelli þann 9. ágúst sl. Í úrskurðinum er snýr […]

Fékk fyrstu Honduskellinöðruna 12 ára

Darri í Bragganum hefur nóg að gera: Gunnar Darri rekur málningar- og réttingarverkstæðið Braggann og hefur gert í áratugi. Auk þess hefur hann verið umsvifamikill í bílaviðskiptum og hefur verið með umboð fyrir Honda í aldarfjórðung og er enn. „Ég byrjaði með Hondu 1999 fyrir Bernhard ehf. og árið 2002 bættist Peugeot við eftir að […]

Enn ágætis von um að finna pysjur

Pysju Sleppt 2024 TMS

Þegar þessi frétt er skrifuð (kl. 15.10) hafa verið skráðar 3852 pysjur inn í pysjueftirlitið á lundi.is. Á facebook-síðu eftirlitsins segir að þó pysjunum fækki nú dag frá degi, þá hafa verið skráðar um 20-40 pysjur síðustu daga og er því enn ágætis von um að finna pysjur. Það var Rodrigo Martinez Catalan sem tók […]

Af hverju sala á gagnaveitu bæjarins?

Eyglo Njall

Í morgun var greint frá því að bæjarráð og stjórn Eyglóar hafi samþykkt að selja Eygló. Félagið hefur unnið að lagningu ljósleiðara inn í hvert hús í Eyjum og er að fullu í eigu Vestmannaeyjabæjar. Einungis vantar samþykki bæjarstjórnar Vestmannaeyja, til þess að kaupin gangi í gegn. Í þessu samhengi er mikilvægt að hafa til […]

Það er verst af öllu að þvælast fyrir

asm_fr_ads_23_cr_2

Haraldur Þór Jónsson oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps skrifar í skoðun á Vísi um orkumál og skarðan hlut sveitarfélaga þegar kemur að hlutdeild þeirra af  tekjum í orkustarfsemi. Þar er ég algjörlega sammála Haraldi Þór og það er skammarlegt að sveitarfélögin fái litlar sem engar tekjur af orkustarfsemi og mannvirkjum tengdum orkuöflun og flutningi. Þar er […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.