Heimir tekinn við írska landsliðinu

Heimir Hallgrímsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Írlands. Þetta var staðfest í dag, segir á DV.is. Heimir hætti fyrir skömmu sem landsliðsþjálfari Jamaíka sem hann fór með á Copa America nú á dögunum. Af fréttum að dæma höfðu mörg lið áhuga á að fá hann sem þjálfara og nú tekur hann við írska liðinu sem er […]

Enginn kynjamismunur, 91% lesa og skilja texta

IMG 2032

Verðskuldað hefur verkefnið, Kveikjum neistann , í Grunnskóla Vestmannaeyja vakið heimsathygli. Því var hleypt af stokkunum haustið 2021 og nú eru nemendur 3. bekkjar sem hófu vegferðina að ljúka sínu 3. skólaári. Er árangur þeirra einstakur og sama má segja um bekkina tvo sem á eftir koma.  Ljós í myrkrinu eftir birtingu skýrslu eyjamannsins, Tryggva […]

Sjómenn á frystitogara landa sjálfir

Yfirlýsing Sjómannasambands Íslands vegna frávika frá aðalkjarasamningi. Sjómenn ganga í störf hafnarverkamanna og taka að sér löndun eftir langa útiveru. Sjómannasamband Íslands leggur það ekki í vana sinn að hlutast til um kjarasamninga annara „stéttarfélaga“. Nú er hins vegar svo komið að ekki verður orða bundist. Útgerðarfélagið Brim hf með blessun Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, […]

Annar karfatúr Bergs á einni viku

Bergur Nyr Opf

Ísfisktogarinn Bergur VE landaði fullfermi af karfa í Þorlákshöfn á laugardaginn. Þetta var annar karfatúr skipsins á einni viku.  Haft er eftir Jóni Valgeirssyni skipstjóra á vef Síldarvinnslunnar að veiðin hafi gengið vel. “Það var einfaldlega fantakarfaveiði á Fjöllunum á Reykjaneshryggnum. Það gekk hratt og vel að fylla skipið rétt eins og í karfatúrnum á […]

Mikilvægi héraðsfréttamiðla undirstrikað

Málþing í tilefni af 50 ára afmæli Eyjafrétta og 10 ára afmæli eyjar.net  :: Ráðherra, fulltrúar fjölmiðla og fleiri höfðu framsögu „Það er mjög mikilvægt að halda utan um framsækna og öfluga fjölmiðla á Íslandi til að segja fréttir og veita okkur, sem störfum á vettvangi stjórnmálanna eða í atvinnulífinu, nauðsynlegt aðhald sem er brýnt […]

Eyjalögin og Geirmundur koma mér alltaf í gott skap

Gísli Valtýsson, prentari, ritstjóri og ábyrgðarmaður Frétta/ Eyjafrétta mætti til leiks á Fréttum árið 1982 og þar var vinnustaður hans til tuga ára.  Áður starfaði hann sem smiður hjá Hraðfrystistöð Vestmannaeyja og líkaði prýðilega þar. En einn góðan veðurdag komu til hans Arnar Sigurmundsson og Sigurður Jónsson, kennari, og buðu honum í bíltúr. Þeir tveir […]

Minna stress, betri svefn og þægilegra líf

Eyjakonan Annika Vignisdóttir hafði búið í Kópavogi í 15 ár þegar hún flutti með fjölskylduna heim til Vestmannaeyja síðasta ári og sér ekki eftir því.  Það sama gildir um eiginmanninn  og peyjana tvo, öll eru þau himinsæl að vera komin. Eiginmaðurinn er Sigurður Georg Óskarsson, barnabarn Sigga Gogga skipstjóra og Fríðu Einarsdóttur, sonur Sigurbáru dóttur […]

Skrifað undir samninga um tvo nýja strengi til Eyja

Landsnet IMG 9282 (003) Cr

Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnets hefur skrifað undir samning við fulltrúa frá Hengtong Submarine Cable um kaup og lagningu á 38,8 km af sæstrengjum. Um er að ræða tvo nýja Vestmannaeyjastrengi og nýjan streng yfir Arnarfjörðinn. Í tilkynningu á vefsíðu Landsnets segir að lagningarskip komi til landsins sumarið 2025 og mun leggja alla strengina. Nýju strengirnir  munu bæta afhendingaröryggið á […]

Tímaáætlanir staðist vel í nýrri áætlun

farthega_opf

Herjólfur flutti 68.094 farþega í júní sem er 539 farþegum minna en fluttir voru í júní árið áður, segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs. Hann segir jafnframt að fluttir hafa verið 181.702 farþegar fyrstu sex mánuði ársins sem er 3% aukning frá árinu áður. „Átta ferða siglingaáætlun hófst 1. júlí og hefur gengið vel að […]

Fjölmenn göngumessa í frábæru veðri

Göngumessa er orðin fastur liður á Goslokahátíð. Var hún vel sótt að þessu sinni enda skörtuðu Eyjarnar sínu fegursta. Gengið var frá Landakirkju í gíg Eldfells. Þar var helgistund sem sér Viðar Stefánsson stýrði. Að henni lokinni var gengið að Stafkirkjunni á Skansinum þar sem heit súpa og kaffi beið göngugarpanna. Þess má geta að […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.