Opin hönnunarsamkeppni í tilefni 150 ára afmæli Þjóðhátíðar

Þjóðhátíðarnefnd efnir til hönnunarsamkeppni í teilefni þess að 150 ár eru liðin frá því að fyrsta Þjóðhátíð Vestmannaeyja var haldin. Tillögum að merki skal skilað í umslagi í pósthólf 33, 902 Vestmannaeyjar. Merktu með dulnefni og innan í umslaginu skal vera lokað umslag með nafni höfundar. Skilafrestur er til og með 31. desember 2023. Einu […]

ÓFÆRT

Áætlunarflug til Vestmannaeyja í sinni hefðbundnu mynd hefur legið niðri frá því að Ernir hætti að fljúga til Vestmannaeyja haustið 2020 ef frá eru taldir þeir samningar sem samgönguráðuneytið gerði á sínum tíma annars vegar við Icelandair og hins vegar Erni um lágmarksflug til Eyja í örfáa daga á viku. Ekkert reglulegt flug hefur verið […]

Samstarfsamningur undirritaður við Rán

Á dögunum var undirritaður samstarfssamningur, í fyrsta skiptið, milli Vestmannaeyjabæjar og Fimleikafélagsins Ránar. Samningurinn var undirritaður af þeim Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra og Önnu Huldu Ingadóttur framkvæmdarstjóra Ránar. Ánægjulegt hefur verið að sjá þann vöxt sem hefur verið innan fimleikafélagsins undanfarinn ár og er félagið orðið eitt af þeim stærstu íþróttafélögunum í Vestmannaeyjum. Fyrir er Vestmannaeyjabær […]

Ljósin tendruð á Stakkagerðistúni á morgun

Á morgunn föstudaginn 24. nóvember kl. 17:00 verða ljósin kveikt á jólatrénu á Stakkagerðistúni. Lúðrasveit Vestmannaeyja tekur nokkur lög og Litlu lærisveinar undir stjórn Kitty Kovács syngja. Aníta Jóhannsdóttir formaður fræðsluráðs og Viðar prestur segja nokkur orð. Að lokum mun Eyjólfur Pétursson kveikja á trénu. Aldrei að vita nema að jólasveinarnir kíki við og heyrst […]

Ísfélag skráð á Aðalmarkað Nasdaq Iceland

Birting lýsingar og hlutafjárútboð Ísfélags hf. Ísfélag, elsta starfandi hlutafélag landsins, hefur birt lýsingu vegna almenns útboðs og fyrirhugaðrar skráningar á Aðalmarkað Nasdaq Iceland. Félagið er leiðandi í veiðum og vinnslu gæðaafurða úr uppsjávar- og bolfiski. Skráning hlutabréfa Ísfélags á Aðalmarkað gerir áhugasömum fjárfestum kleift að taka þátt í vexti félagsins og styðja það til […]

Bilun í skrúfubúnaði Herjólfs

Upp hefur komið bilun í skrúfubúnaði ferjunnar, að því sögðu stefnir Herjólfur á að sigla til Þorlákshafnar á morgun á annarri skrúffunni. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 12:00 (Áður kl. 07:00) Brottför frá Þorlákshöfn kl. 17:00 (Áður kl. 20:45)*Gera má ráð fyrir að sigling milli lands og Eyja taki um 5 klst. Ferð kl. 10:45 frá […]

Vilja lengja Kleifakant og hafnarkant í Gjábakkafjöru

Breytt aðalskipulag Vestmannaeyja og nýir reitir fyrir hafnarsvæði voru til umræðu á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs í vikunni. Á 296 fundi Framkvæmda- og hafnarráðs var samþykkt tillaga hafnarstjóra um að samhliða aðalskipulagsbreytingu vegna Hörgaeyrargarðs verði farið í aðalskipulagsbreytingu sem snýr að lengingu á Kleifakanti í austur og hafnarkant í Gjábakkafjöru. Tillagan felur í sér að […]

Engar siglingar í dag

Herjólfur..jpg

Tekin hefur verið sú ákvörðun að fella niður siglingar í dag miðvikudag, 22.nóvember vegna veðurs og sjólags. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi þar segir enn fremur. “Ákvörðun sem þessi er alltaf tekin með hagsmuni farþega, frakt og áhafnarmeðlima í huga. Vonum við að farþegar okkar sýni því skilning. Þeir farþegar sem áttu bókað […]

Eyjasigur í 70 marka leik – Í átta liða úrslit

Mikið var skorað í leik ÍBV og Fram í Olísdeildinni á heimavelli þeirra síðarnefndu í gærkvöldi. Leiknum lauk með góðum sigri ÍBV, 38:32 og eru Eyjamenn í fjórða sæti deildarinnar með tíu stig. Elmar var markahæstur með níu mörk. Á laugardaginn mættust liðin í sextán liða úrslitum bikarsins í Eyjum. Höfðu Eyjamenn betur og eru […]

Leiðinda veður í kortunum

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland, sem gildir frá klukkan 13 í dag til klukkan 19 í kvöld. Gert er ráð fyrir vestan stormi, 20-25 m/sek nærri ströndinni og í Vestmannaeyjum. Búast má við mjög snörpum staðbundnum vindhviðum, yfir 30 m/sek. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.