Skúlptúrfjölskylda Einars ríka

„Einar Sigurðsson kom til fundar við Sigurjón og samdi við hann um að gera brjóstmynd af sér. Svo leiddi eitt af öðru og á næstu árum gerði Sigurjón alls um tuttugu myndir fyrir Einar, þar af sautján af honum og fjölskyldu hans. Einu tekjur Sigurjóns svo misserum skipti voru fyrir verkefni á vegum útvegsbóndans í […]

Olísdeild kvenna – ÍBV enn á sigurbraut

Eyjakonur eru enn á sigurbraut og unnu sinn fjórtánda leik í röð þegar þær höfðu betur gegn HK í Kópavogi í gær, 17:27. Eru á hælum Valsara sem eru á toppi Olísdeildarinnar með 30 stig eftir sautján leiki en ÍBV er með 28 stig eftir 16 leiki. ÍBV fær Val í heimsókn næsta laugardag og […]

Aðalsafnaðarfundur Landakirkju eftir messu

Í dag, sunnudaginn 19. febrúar 2023 verður haldinn aðalsafnaðarfundur Ofanleitissóknar og Kirkjugarðs Vestmannaeyja í Safnaðarheimili Landakirkju. Fundurinn fer fram að lokinni messunni sem hefst kl. 13.00. Dagskrá fundar: – Aðalfundarstörf skv. lögum og starfsreglum Þjóðkirkjunnar. Sóknarnefnd Landakirkju. (meira…)

Skítabræla tefur loðnuveiðar

Nú er skítabræla í þess orðs fyllstu merkingu, austan 24 metrar á Stórhöfða og á að snúa sér á eftir í vestan rok, 24 metra. Herjólfur sigldi til Landeyjahafnar í morgun. Herjólfur siglir til Þorlákshafnar seinnipartinn og er brottför frá Vestmannaeyjum kl. 17:00 og frá Þorlákshöfn kl. 20:45. Flest Eyjaloðnuskipin eru í höfn í Vestmannaeyjum […]

Hápunkturinn dagbókarlestur Elvu Óskar

Það var ljúf stemning á tónleikunum í Eldheimum föstudagskvöldið 20. janúar þar sem fjöldi Eyjafólks tróð upp undir stjórn Magnúsar Einarssonar sem hefur látið til sín taka í tónlistarlífi Eyjanna. Voru tónleikarnir einskonar upptaktur að því sem á eftir fylgdi í minningu þess að 50 ár eru liðin frá upphafi Heimaeyjargossins. Vel var mætt og […]

Stökkpallur fyrir margan Eyjamanninn til frekari sóknar

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurlands, vorúthlutun 2023. Sjóðurinn heyrir undir SASS og er hlutverk hans að veita styrki til atvinnuþróunar og nýsköpunar og menningar á Suðurlandi. Í flokki atvinnuþróunar og nýsköpunar er horft til verkefna sem geta skapað atvinnu eða aukið framleiðslu. „Þetta eru verkefni sem eiga kost á stuðningi ásamt nýsköpunarverkefnum sem efla […]

Íris bæjarstjóri – Berið hag okkar fyrir brjósti

„Það er frábært fyrir sveitarfélag eins og Vestmannaeyjar að fá þetta inn í flóruna hjá okkur. Eitthvað sem við erum góð í, sem er allt sem snýr að fiski. Af þeirri stærðargráðu sem við fyrir einhverjum árum hefðum ekki látið okkur detta í hug að væri hægt hér í Eyjum,“ sagði Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri þegar […]

Laxeldi í Vestmannaeyjum – Hugmynd að verða að veruleika

„Þetta verkefni hefur verið í vinnslu í yfir þrjú ár og varð til þegar Daði og Hallgrímur hvor í sínu lagi gældu við þessa hugmynd, að þróa laxeldi hér í Vestmannaeyjum. Þeir náðu saman og verkefnið tók flugið. Ekki síst með stuðningi frá sveitarfélaginu, starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar og nú er hugmyndin að verða að veruleika. Við […]

Laxeldisstöð rís á landi sem ekki var til fyrir 50 árum

Nýr kafli í atvinnusögu Vestmannaeyja var skráður í dag þegar fyrsta skóflustungan var tekin í Viðlagafjöru þar sem Icelandic Land Farm Salmon (ILFS) er að hefja framkvæmdir við laxeldisstöð. Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir ríflega tíu þúsund tonna framleiðslu á ári. Fjölmenni var við athöfnina sem fram fór í góðu veðri. „Ég vil […]

Hjalti læknir heiðraður fyrir störf fyrir fótboltann

„Þetta kom mér á óvart, ég var búinn að fá gullmerki ÍBV og hélt að það væri ekki til neitt hærra en það,“ segir Hjalti Kristjánsson, læknir, framkvæmdastjóri KFS, fyrrum leikmaður og þjálfari KFS um viðurkenningu sem honum hlotnaðist á uppskeruhátíð ÍBV-héraðssambands fyrir nokkru. Er hann vel að henni kominn, hefur unnið ötullega fyrir KFS […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.