Bókakynningu Óla Gränz frestað til sunnudags
Bókakynningin verður í Eldheimum. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Bókakynningu Óla Gränz, sem fara átti fram í Eldheimum um helgina, hefur verið frestað til sunnudagsins 9. nóvember kl. 17:00.

Á kynningunni mun Óli segja frá nýrri bók sinni Óli Gränz, þar sem raktar eru endurminningar hans úr fjölbreyttu og viðburðarríku lífi. Bókin er skráð af Guðna Einarssyni og gefin út af Bókaútgáfunni Hólum.

Óli, sem fæddist í Vestmannaeyjum árið 1941, ólst upp í Jómsborg, á Kirkjuvegi 88 og í Breiðabliki. Hann var til sjós á yngri árum og starfaði sem farsæll smiður í Eyjum í yfir 40 ár. Þar að auki er Óli þekktur fyrir lífsgleði, húmor og einstaka frásagnargáfu. Hann eignaðist sjö börn á átta árum og hefur frá mörgu að segja.

Í fyrri tilkynningu sögðu skipuleggjendur: „Lofum svo sannarlega skemmtilegu kvöldi með skemmtilegum manni“ – og þrátt fyrir breytingu á tímasetningu stendur það loforð enn.

Allir eru hjartanlega velkomnir á þessa skemmtilegu stund með einum þekktasta gleðigjafa Eyjanna.

Ný tímasetning: Sunnudagur 9. nóvember, kl. 17:00, Eldheimar.

Nýjustu fréttir

Andlát: Þórunn Pálsdóttir
Mílan Jezdimirovic skrifar undir samning við ÍBV
Aukum loðnuveiðar
Eyjagöng gera samninga um jarðfræðirannsóknir
Kristmundur Axel meðal listamanna á Hljómey
Dýptarmæling í Landeyjahöfn í dag – uppfært
Rakel Rut Rúnarsdóttir fimleikakona ársins hjá Rán
Grjótharðir Glacier Guys í Eyjafréttum í dag
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.