Sú ánægjulega þróun átti sér stað milli áranna 2015 og 2016 á Bókasafni Vestmannaeyja að útlán jukust á safninu um heil 23%. Er sá árangur þeim mun gleðilegri að almennt varð samdráttur í útlánum hjá bókasöfnum landsins milli áranna, t.d. um 15% hjá Bókasafni Akraness, um 4% hjá Bókasafninu á Selfossi og um 9% hjá Amtsbókasafninu á Akureyri. Starfsmenn Bókasafns Vestmannaeyja þakka Eyjabúum fyrir farsælt samstarf á nýliðnu ári og vonast til að geta þjónustað Vestmannaeyinga enn betur á því ári sem nú er hafið.
Í tilefni þessa var á fyrsta starfsmannafundi ársins boðið upp á forláta tertu frá Stofunni, bakhúsi. Á tertuna var þrykkt mynd eftir Sigurgeir Jónasson ljósmyndara af Haraldi Guðnasyni fyrrum forstöðumanni Bókasafnsins í tæp þrjátíu ár í því ati sem starfsmönnum þykir skemmtilegast �?? að afgreiða heila torfu af notendum.