Vestmannaeyjahlaupið fór fram níunda sinn í dag í miklu votviðri. Keppendur létu það þó ekki á sig fá en alls tóku 134 þátt.
Þrátt fyrir að aðstæður hefðu ekki verið eins og best verður á kosið var sett brautarmet í 5 km hlaupinu. Var þar á ferðinni Kári Steinn Karlsson sem á þá brautarmetið í öllum vegalengdum: 5, 10 og 21 km. Hljóp hann á tímanum 00:19:45. Fljótust kvenna var Sandra Dís Pálsdóttir á tímanum 00:24:30. Alls voru það 65 manns sem hlupu 5 km.
Alls hlupu 44 í 10 km hlaupinu og var það Vignir Már Lýðsson sem kom fyrstur í mark á tímanum 00:37:40. Í kvennaflokki var það Agnes Kristjánsdóttir sem bar sigur úr býtum á tímanum 00:44:19.
í hálfu maraþoni (21 km) voru 12 skráðir til leiks og kom Börkur Þórðarson fyrstur í mark á tímanum 01:31:02. Fyrst kvenna í mark var Alma María Rögnvaldsdóttir á 01:51:30.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst