Nafn og aldur: Þórhildur Helga. 9 að verða 10 ára.
Fjölskylda: Foreldrar eru Esther og Guðgeir, systkinin Bergur og Katla og hundurinn Ylfa Fönn.
Hvað gerðist 23. janúar árið 1973? Það kom eldgos á Heimaey.
Hefur þú farið upp á Eldfell? Já, ég hef farið nokkrum sinnum á Eldfellið.
Hvað ætlar þú að gera á goslokunum? Fara á skemmtanirnar og fara á myndlistasýninguna hjá ömmu Jóný.
Hvað langar þig að vera þegar þú ert orðin stór? Mig langar að verða kennari þegar ég verð stór.
Hvað ætlaru að gera í sumar? Fótboltaæfingar, stuttmyndanámskeið og fótboltamót.
Nafn og aldur: Jóel og 9 ára.
Fjölskylda: Mamma heitir Lára, pabbi heitir Huginn og systkini mín heita Hlín, Birta, Máni, Ísak og Oreó.
Hvað gerðist 23. janúar árið 1973? Eldgos.
Hefur þú farið upp á Eldfell? Já.
Hvað ætlar þú að gera á goslokunum? Ég veit það ekki alveg, ég er búinn að gleyma hvað á að gera á goslokum.
Hvað langar þig að vera þegar þú ert orðin stór? Fótboltamaður.
Hvað ætlaru að gera í sumar? Æfa mig í fótbolta, leika mér og hafa gaman.
Nafn og aldur: Sara Kristey Gústafsdóttir, ég verð 8 ára gömul í ágúst.
Fjölskylda: Mamma mín heitir Silja Rós og pabbi minn Gústaf. Eldri bróðir minn heitir Guðjón Elí og yngri systir mín María Steiney og svo á ég kött sem heitir Oreo.
Hvað gerðist 23. janúar árið 1973? Það kom eldgos í Vestmannaeyjum.
Hefur þú farið upp á Eldfell? Já og líka í Eldheima.
Hvað ætlar þú að gera á goslokunum? Ég er mjög spennt að fá að prófa að mála vegg, mér finnst gaman að teikna og mála. Svo ætla ég að vera með fjölskyldunni minni og hafa gaman.
Hvað langar þig að vera þegar þú ert orðin stór? Ég ætla að vera listakona, kannski bakari og að hjálpa til í Villikattakotinu.
Hvað ætlaru að gera í sumar? Ég ætla að fara á Símamótið, fara til Akureyrar og svo til Svíþjóðar með allri fjölskyldunni minni að heimsækja frændur mínar, frænkur og hundinn Bellu og líka að kaupa flott dót. Heima ætla ég að vera í kósý með Oreo kisunni minni.
Nafn og aldur: Sunna Karen Birkisdóttir, 7 ára.
Fjölskylda: Mamma heitir Lísa og pabbi heitir Birkir. Svo á ég tvö systkini sem heita Selma Dís og Ásgeir Ingi Haukdal.
Hvað gerðist 23. janúar árið 1973? Eldgos.
Hefur þú farið upp á Eldfell? Já, nokkrum sinnum.
Hvað ætlar þú að gera á goslokunum? Skoða goshúsið þar sem húsið er í rúst og hafa gaman.
Hvað langar þig að vera þegar þú ert orðin stór? Fótboltastjarna og hundaþjálfari.
Hvað ætlaru að gera í sumar? Leika mér úti, tína blóm, fara á fótboltamót og fara í útilegu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst