Breyta skipulagi á framhaldsskólastigi
18. september, 2025
FIV 20201012 173222
Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Mennta- og barnamálaráðuneytið kynnti í gær áform um nýtt skipulag fyrir opinbera framhaldsskóla. Áformin miða að því að efla stuðning við framhaldsskóla, starf þeirra og þjónustu við nemendur. Næsta skref er að eiga samráð við skólameistara, kennara, starfsfólk, nemendur og nærsamfélag skóla við mótun skipulagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og barnamálaráðuneytinu.

Nýtt stjórnsýslustig verður sett á laggirnar þar sem stjórnsýsla og þjónusta færast frá ráðuneytinu og skólum yfir til 4-6 svæðisskrifstofa. „Svæðisskrifstofurnar verða staðsettar í nærumhverfi og hafa það hlutverk að halda utan um rekstur skólanna og veita þeim stuðning og þjónustu. Engir framhaldsskólar verða lagðir niður og munu skólarnir halda áfram sínum sérkennum, nafni og faglegri stjórnun,” segir Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, en um verulega þjónustuaukningu er að ræða fyrir framhaldsskólastigið.

Núverandi kerfi mætir ekki kröfum nútímans

Framhaldsskólakerfið í dag mætir ekki nægilega vel áskorunum samtímans. Þörf er á stærri og sveigjanlegri stjórnsýslueiningum sem eru betur í stakk búnar til að takast á við breytt umhverfi og geti veitt framhaldsskólunum öflugri stuðning, bæði faglega og félagslega.

Þjóðin vex og hlutfall barna sem innritast í framhaldsskóla hefur hækkað. Í skólunum hefur fjöldi barna í viðkvæmri stöðu aukist og hefur það aukið þörf á þjónustu sem hefur ekki tekist að mæta sem skyldi. Þá er lítil samræming á milli skóla og vísbendingar um að sú þjónusta og það nám sem stendur nemendum til boða sé afar ólíkt.

„Með hinu nýja fyrirkomulagi náum við að nýta betur mannauðinn og getum á sama tíma veitt starfsfólki aukin tækifæri til starfsþróunar og sérhæfingar. Við getum einnig haldið úti fjölbreyttri sérfræðiþjónustu sem minni stjórnsýslueiningar hafa ekki bolmagn til að veita,“ segir Guðmundur Ingi og bendir á að börnum fylgi ríkar skyldur um þjónustu. „Við megum ekki missa sjónar á því að markmiðið með breytingunum er að samræma og tryggja gæði náms og að öllum nemendum verði tryggt jafnt aðgengi að mikilvægri þjónustu óháð búsetu eða stærð skóla.“

Styttri boðleiðir og faglegur stuðningur í nærumhverfi

Breytingarnar miða að því að tryggja skilvirkari þjónustu í nærumhverfi framhaldsskóla svo kennarar, skólastjórnendur og annað starfsfólk geti einbeitt sér að faglega þættinum frekar en skrifræði. Horft er til þess að mannauðs- og rekstrarmál færist yfir á svæðisskrifstofurnar sem eykur skilvirkni og eflir þjónustu. Minni skólar geta samnýtt sérhæfða starfskrafta eða sérfræðiráðgjöf, til að mynda störf sálfræðinga, hjúkrunarfræðinga, náms- og starfsráðgjafa, þroskaþjálfa og annarra sérfræðinga eftir aðstæðum.

„Með breytingunum verða boðleiðir styttri og stuðningur markvissari. Í stað þess að leita til ráðuneytisins hafa skólar beint samtal við sína svæðisskrifstofu sem þekkir vel til aðstæðna hvers skóla,“ segir Guðmundur Ingi. Nýja stjórnsýslustigið tryggir jafnframt að nú er það ekki lengur sami aðili sem veitir framhaldsskólum þjónustu og hefur eftirlit með henni.

Samráð við skólasamfélagið

Mótun hins nýja kerfis er á frumstigi og hefst nú ítarlegt samráð við skólameistara, kennara, starfsfólk skóla og nemendur um þá þjónustu sem svæðisskrifstofurnar muni veita og hvar og hvernig henni verður best fyrir komið. Þá verður rætt um tilhögun þeirra verkefna sem munu færast frá ráðuneytinu og skólum yfir til svæðisskrifstofanna. Niðurstöður þess samráðs verða lykillinn að útfærslu breytinganna.

Á næstu vikum mun mennta- og barnamálaráðherra heimsækja alla opinbera framhaldsskóla landsins og funda með starfsfólki og kennurum.

Horft fram á veg

Áformin falla vel að áherslum stjórnvalda á aukna skólaþjónustu, jöfn tækifæri til náms óháð búsetu, inngildingu og samþættingu þjónustu á grundvelli farsældarlaganna.

„Skólastjórnendur munu geta einbeitt sér að faglegri forystu, kennarar og starfsfólk skóla fá betri möguleika til starfsþróunar og sérhæfingar og nemendur njóta góðs af sterku og samræmdu skólastarfi með sömu gæðum um allt land,“ segir Guðmundur Ingi. „Þetta er ekki sett fram í hagræðingarskyni en við bindum vonir við að þetta leiði til skilvirkari stjórnsýslu og betri þjónustu. Gengið er út frá því að halda í mannauð í skólakerfinu, að skólastjórnendur og kennarar starfi áfram innan framhaldsskólakerfisins.“

Nánari upplýsingar er að finna á á vef mennta- og barnamálaráðuneytisins á vefslóðinni framhaldsskolar.is.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
8. tbl. 2025
8. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.