Skipulagsfulltrúi lagði fyrir á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs í vikunni fundargerð umferðarhóps frá fundi dagsettum 30. mars 2023.
Umferðarhópur fjallaði m.a. um eftirfarandi erindi.
– Umbætur á beyjuakrein á horni Strandvegs og Heiðarvegs.
– Einstefnu á hafnarsvæði við Tangann.
– Öryggi gangandi vegfarenda og merkingu gangbrauta við Herjólf.
– Bílastæði fyrir stór ökutæki.
Ráðið þakkar kynninguna og felur starfsfólki Umhverfis- og framkvæmdasviðs framgang málsins.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst