Breytingar á umferðarskipulagi
Hámarkshraði á Dalvegi verður lækkaður í 15 km/klst. Mynd: Eyjafréttir/Eyjar.net.
Eftirfarandi breytingar á umferðarskipulagi í Vestmannaeyjum taka gildi kl. 13:00 föstudaginn 2. ágúst nk. og gilda til kl. 19:00 mánudaginn 5. ágúst nk.:
  • Hámarkshraði á Dalvegi verður lækkaður úr 50 km/klst. í 15 km/klst. og er framúrakstur bannaður.
  • Umferð um Dalveg verður einungis leyfð til að leggja í bifreiðarstæði og til að skila og sækja fólk.
  • Akstur stærri ökutækja verður bannaður um Dalveg nema fyrir ökutæki til fólks- eða vöruflutninga á vegum þjóðhátíðarnefndar.
  • Hámarkshraði á Hamarsvegi frá Áshamri að Brekkugötu verður lækkaður úr 50 km/klst. í 30 km/klst.
  • Bifreiðastöður verða einungis heimilar á sér merktum bifreiðarstæðum. Búast má við að bifreiðar, sem lagt verður utan merktra bifreiðastæða verði fjarlægðar og teknar í vörslu lögreglu á kostnað eiganda.

 

„Þar sem gera má ráð fyrir að bifreiðarstæði verði mjög takmörkuð við Dalveg er þjóðhátíðargestum bent á sérstaklega merkt bifreiðarstæði í nágrenni við Herjólfsdal á öðrum merktum svæðum,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni í Vestmannaeyjum.

Nýjustu fréttir

Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Nám sem tengir saman skóla, atvinnulíf og samfélag
Draumar æskuáranna rættust
ÍBV tapaði toppslagnum gegn Val
Handverksmenn sýna í Einarsstofu
Samninganefnd skipuð vegna endurskoðunar á Herjólfssamningi
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.