Þegar ég hef verið að ræða við fólk um hugmynd mína um að byggja brú frá landi til Vestmannaeyja, þá hafa sumir sagt að ég sé ruglaður, aðrir sagt að það sé ekki hægt, nokkrir álíta að Eyjamenn vilja ekki tengingu við land. Hver svo sem ástæðan er þá eru margir sem telja að þessi stærsti útgerðarstaður landsins ætti ekki að tengjast við meginlandið, hvorki með undirgöngum né brú. En af hverju ekki.