Bubbi sáttur með kvöldið
Bubbi Morthens og hljómsveit. Eyjafréttir/Eyjar.net: ÓPF

Bubbi Morthens var í góðum gír í Herjólfi á leið til Landeyjahafnar í morgun eftir vel heppnað gærkvöld á Þjóðhátíð. Hann var meðal þeirra tónlistarmanna sem komu fram á kvöldvökunni og söng Brekkan hástöfum með honum frá byrjun til enda.

„Það er heimleið eftir geðveikt kvöld hérna í Eyjum. Eigum við ekki bara að vera heiðarleg og segja bara: Ég átti Dalinn,“ segir Bubbi í myndbandi sem hann birti á Facebook-síðu sinni frá Herjólfi í morgun.

„Maður má segja þetta þegar maður er orðinn 68 ára. Það er bara svoleiðis,“ segir hann.

Nýjustu fréttir

Alex Freyr Hilmarsson íþróttamaður Vestmannaeyja
Tvíþætt staða orkuskipta
Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda
Áskriftarkort sundlaugagesta framlengd
Eyjarnar landa fyrir austan
Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun
Nýtt fyrirkomulag í Uppbyggingarsjóði Suðurlands
Íþróttahátíð ÍBV í kvöld
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.