Bubbi Morthens var í góðum gír í Herjólfi á leið til Landeyjahafnar í morgun eftir vel heppnað gærkvöld á Þjóðhátíð. Hann var meðal þeirra tónlistarmanna sem komu fram á kvöldvökunni og söng Brekkan hástöfum með honum frá byrjun til enda.
„Það er heimleið eftir geðveikt kvöld hérna í Eyjum. Eigum við ekki bara að vera heiðarleg og segja bara: Ég átti Dalinn,“ segir Bubbi í myndbandi sem hann birti á Facebook-síðu sinni frá Herjólfi í morgun.
„Maður má segja þetta þegar maður er orðinn 68 ára. Það er bara svoleiðis,“ segir hann.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst